Hætta vegna hagstjórnarblöndu 6. desember 2004 00:01 Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann. Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. "Með því að kalla fram ofris krónunnar eru hliðarverkanir peningastefnunnar margfaldaðar - líkurnar á kröftugu bakslagi verða þá meiri þar sem atvinnuleysi myndast í því gati sem áður var útflutningsstarfsemi. Gengisfall, verðbólguskot, rýrnun kaupmáttar og samdráttur í efnahagslífinu væri þá endirinn á því hagvaxtartímabili sem nú ríkir," segir í Morgunkorninu. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir að "hagstjórnarblandan" sé óheppileg. "Þessar aðgerðir eins og þeim er stillt saman, það er lítið aðhald í opinberum rekstri og mikið aðhald í peningamálum, kalla á mjög slæmar hliðarverkanir sem eru þær að ákveðin starfsemi er hrakin úr landi," segir hann. Ingólfur nefnir ferðamannaiðnaðinn, hugbúnaðargerð og önnur útflutningsfyrirtæki. "Það eru þessi fyrirtæki sem munu blæða fyrir þessa hagstjórnarblöndu sem við höfum verið hrakin út í vegna þess að ríki og sveitarfélög eru ekki að standa sig í að beita nægu aðhaldi," segir hann. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að sterkt gengi valdi félaginu ákveðnum vanda. "Við erum búnir að færa hingað framleiðslu markvisst á síðustu árum og hún hækkar alltaf í verði miðað við þá gjaldmiðla sem tekjur okkar eru í," segir hann. Jón bendir hins vegar á að sterkt gengi skapi einnig tækifæri fyrir útflutningsfyrirtæki því fjárfestingar erlendis verði hlutfallslega ódýrari. Jón segir hagstætt skattaumhverfi hafa ráðið því að Össur hafi valið framleiðslu sinni stað á Íslandi. Hann segir ennfremur að gjaldeyrisáhættu sé ekki hægt að komast hjá í útflutningsgeirum sama hvaða gjaldmiðil menn starfa með. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir að gengisstefnan geri það að verkum að líklegra sé að vöxtur fyrirtækisins eigi sér stað í útlöndum en hér á landi. Hann segist hins vegar vantrúaður á að gengi krónunnar haldist svo hátt til lengdar en telur það samt sem áður áhyggjuefni að genginu verði áfram beitt svo harkalega í hagstjórninni. "Skilningsleysi á stöðu útflutningsgreinanna er okkur áhyggjuefni," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira