Viðskipti innlent

Bensín lækkar

Hjá Skeljungi var lægsta sjálfsafgreiðsluverðið á höfuðborgarsvæðinu 102.90 krónur. Hjá Olís var það lægst í Hamraborg í Kópavogi á 102,70 krónur lítrann. ÓB var með lítrann í Fjarðarkaupum á 101,50. Hjá Esso Express í Kópavogi kostaði lítrinn 101,90. Sjálfsafgreiðsluverð hjá Esso á höfuðborgarsvæðinu var lægst í Kópavogi. Þar var lítrinn á 102,70 krónur. Hjá Atlantsolíu var verðið 102,90 krónur og hjá Ego 101,60. Orkuverð var lægst í Hafnarfirði, 101,40 krónur. Stóru olíufélögin hafa lækkað um krónu á línuna. Lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu, sem var gefið upp á vefsíðum bensínstöðvanna í gær, var hjá Orkunni, 101,40 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×