Viðskipti innlent

Þorsteinn í fjármálaráðuneytið

Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorgeirsson í embætti skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þorsteinn er hagfræðingur að mennt og á að baki fjölþætta starfsreynslu innan lands og utan. Hann hefur m.a. starfað sem hagfræðingur hjá EFTA og hjá Efnahags- og samvinnustofnuninni, OECD. Frá árinu 2001 hefur Þorsteinn gegnt starfi hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Þorsteinn hefur störf í fjármálaráðuneytinu 1. janúar næstkomandi. Fimm umsóknir bárust um embættið. Einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Hinir voru Ari Skúlason hagfræðingur, Benedikt Valsson hagfræðingur og Helga Jónsdóttir hagfræðingur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×