Vilja engin samskipti 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar. Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar.
Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira