Vilja engin samskipti 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar. Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar.
Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira