Er pláss á himnum? 13. október 2005 14:56 Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar