Nauðsynlegt að selja Símann 19. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira