Rokk í Reykjavík 19. október 2004 08:00 Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu." Airwaves Innlent Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu."
Airwaves Innlent Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira