Silfrið - Jón Baldvin næst 17. október 2004 00:01 Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum.