Silfrið - Jón Baldvin næst 17. október 2004 00:01 Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, ætlar að vera gestur í Silfri Egils um næstu helgi, sunnudaginn 24. október. Væntanlega mun þar fjölmargt bera á góma, afmæli EES samningsins, forsetakosningar í Bandaríkjunum, alþjóðapólitík - og kannski sú íslenska líka. Annar maður stórmerkur verður einnig gestur í þættinum. Það er franski blaðamaðurinn Jacques Juillard, einn af ritstjórum tímaritsins Le Nouvel Observateur, frægur dálkahöfundur og höfundur margra bóka um stjórnmál. Juillard kemur hingað eftir langt ferðalag í Bandaríkjunum, ræðir um stjórnmálaástandið þar, núninginn milli Frakka og Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi og kenningar sínar um hvers vegna mikilmenni eiga svo erfitt uppdráttar í stjórnmálum nútímans. Silfur Egils er í opinni dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga klukkan 12. Einnig er hægt að skoða þáttinn hér á vefnum.