Formaður útvarpsráðs segi af sér 14. október 2004 00:01 Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira