Höfuðborgarholdsveikin Dagur B. Eggertsson skrifar 14. október 2004 00:01 Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar