Stjórnmálasamband við þrjú smáríki 29. september 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur á síðustu dögum undirritað yfirlýsingar um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands hönd við þrjú ríki: Gíneu-Bissá, Míkrónesíu og Vanúatú. Geir hefur setið 59. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna daga í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Það voru utanríkisráðherrar þessara þriggja ríkja sem undirrituðu samkomulagið í viðurvist sendinefnda landanna á allsherjarþinginu. Öll þessi ríki reiða sig á fiskveiðar sem mikilvæga atvinnugrein og eiga á alþjóðavettvangi samleið með Íslandi varðandi gæslu hagsmuna í málefnum hafsins að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gínea-Bissá liggur á vesturströnd Afríku og er um það bil þriðjungur af stærð Íslands. Íbúar landsins eru 1,4 milljónir talsins. Landið liggur milli Senegal og Gíneu og var portúgölsk nýlenda uns það hlaut sjálfstæði árið 1974. Gínea-Bissá er eitt af tíu snauðustu ríkjum heims. Landsmenn lifa að mestu af kotbúskap og fiskveiðum. Meðaltekjur á mann eru jafnvirði 200 íslenskra króna á dag. Stjórnarfar hefur lengi verið óstöðugt í landinu og borgarastyrjöld ríkt og efnahagsþróun verið ein sú lakasta af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hlutfall barnadauða er hátt, ólæsi er almennt, þjóðartekjur lágar og meðalævi skömm, innan við 47 ár. Míkrónesía er eyjaklasi (Karólínueyjar) í norðanverðu Kyrrahafi, aðeins 700 ferkílómetrar að stærð og íbúar liðlega 100 þúsund. Míkrónesar tilheyra níu mismunandi þjóðflokkum. Þeir eru kristinnar trúar, um það bil helmingur kaþólskir en aðrir af mótmælendasið. Míkrónesía var gæsluríki Sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra til ársins 1979 er landið hlaut sjálfstæði. Þar ríkir lýðræði og stöðugleiki, ólæsi nær óþekkt, meðalævi nokkuð löng en efnahagslíf byggir á óstöðugum grunni. Flestir lifa af landbúnaði eða fiskveiðum en landið er snautt af öðrum hráefnum. Efnahagur þess er verulega háður aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum sem áður hétu Nýju-Hebrídeyjar og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 200 þúsund. Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira