Viðskipti innlent

Í ókeypis innheimtu fyrir ríkið

Verslunarráð telur að endurskoða þurfi ábyrgð fyrirtækja á skattaskuldum starfsmanna sinna. Sigríður Andersen lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands segir að innheimtu þessara skulda fylgi mikill kostnaður. "Við verðum einnig vör við það að fjármálastjórum fyrirtækja finnst óþægilegt að hnýsast í persónuleg mál samstarfsmanna sinna." Sigríður segir að það fyrirkomulag að innheimta staðgreiðslu skatta hafi ýmsa kosti. "Fyrirtækin bera ýmsan kostnað af þeim sundurliðunum sem þarf að gera bæði vegna skatta og lífeyrisframlags." Hún segir að málið horfi hins vegar öðruvísi við þegar litið sé til eldri skulda sem vinnuveitenda sé gert að innheimta. Þessu fylgi umfangsmikil bókhaldsvinna, auk þess sem um sé að ræða fjárhagsmálefni sem teljist til einkamála þeirra. Skuldbindinga sem ekki tengist greiðslum launagreiðanda til starfsmannsins. Vanræksla fyrirtækja á slíkum greiðslum varðar ábyrgð auk þess sem skila þarf fjölda skilagreina vegna slíks uppgjörs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×