Höll minninganna 2. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun