Engin sérstaða - engar sérreglur 1. september 2004 00:01 Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð eru viðbrögð forsvarsmanna Kauphallar Íslands, Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins við niðurstöðum svokallaðarar hringamyndunarnefndar er eðlilegt að spurt sé hvort ekki hafi verið rétt af ríkisstjórninni að ná samstöðu við þessa hagsmunaaðila áður en nefndin lauk störfum og vinna við frumvarp á grunni nefndarálitsins var hafin í viðskiptaráðuneytinu. Það er augljós vilji Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og verslunarráðs að vinna að lagfæringum á lagaumhverfi viðskiptalífsins með það að markmiði að vernda hag smærri hluthafa, auka upplýsingagjöf og gera starfsemi fyrirtækja gagnsærri. Þessir aðilar fagna einnig tillögu nefndarinnar um aukin framlög til Samkeppnisstofnunar svo sú stofnun geti sinnt lagalegu hlutverki sínu. Slíkt þykir líklega flestum skynsamlegt - að stofnanir ríkisins fái fjármuni til að sinna verkum sínum. En fjársveltar ríkisstofnanir með viðamikil verkefni eru orðnar til sérstakra trafala í viðskiptalífinu þar sem stór hluti íslenskra fyrirtækja þarf að sitja undir því að vera árum saman til rannsókna sem stofnanirnar eiga ekki fjármuni til að ljúka. Það er því augljóst af viðbrögðum Kauphallar, Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðs að þessir hagsmunaaðilar vilja taka þátt í því starfi og stefnumótun sem ríkisstjórnin hefur efnt til - allt þar til að kemur að tillögu nefndarinnar að veita íslensku stjórnvaldi víðtækari heimildir en annars staðar þekkist til að hluta niður fyrirtæki og grípa inn í starfsemi þeirra.Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Engir forsvarsmanna þessara samtaka sjá ástæðu til að smíða hér þrengri reglur eða veita ríkisvaldinu víðtækara umboð til ígripa inn í starfsemi fyrirtækja en tíðkast í okkar helstu viðskiptalöndunum. Til að finna vit í slíkum ráðstöfunum þurfa menn að sannfærast um að íslenskt viðskiptalíf sé á einhvern hátt einstakt og ólíkt því sem þekkist í nágrenni við okkur. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur sannað að svo er alls ekki -- hin meinta sérstaða Íslands var draugasaga sem dró mátt úr samfélaginu áratugum saman. Okkur hefur farnast því betur sem við aðlögum lög og regluverk meira að því sem best hefur gengið erlendis. Það er líka erfitt að sjá hvernig við Íslendingar ættum að geta að snúið af þeirri braut að miða samfélag okkar við önnur lönd. Með aukinni alþjóðavæðingu og þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu getum við í raun ekki haldið uppi sérviskulegum dyntum heldur verðum við að móta lagaumhverfi okkar og reglur að nágrönnum okkar. Með því að smíða hér sérstætt regluverk sem gengur gegn meginreglum annarra þjóða erum við að draga úr ávinningi okkar af frjálsari verslun milli landa, stórauknum viðskiptum og stærra markaðssvæði. Það væri misráðið. Opnun hagkerfis okkar og aðlögun að nágrönnum okkar hefur á undanförnum árum aukið hag þjóðarinnar meira en áður hefur þekkst í sögunni - og það án þess að sjávarafli hafi aukist; jafnvel þvert á móti. Það færi best á því að ríkisstjórnin efndi til víðtæks samráðs við hagsmunaaðila um lagfæringar á lagaumhverfi atvinnulífsins, tæki mið af ráðleggingum þeirra sem best þekkja til á þessu sviði en léti vera að elta illa grundaðar fullyrðingar æsingamanna sem vilja vekja upp gamla drauga. Það er ekkert sem bendir til annars en að allir helstu hagsmunaaðilar í viðskiptalífinu séu meira en tilbúnir að vinna með ríkisvaldinu að því að styrkja enn frekar lagaumhverfi fyrirtækja, skilvirkni og gagnsæi hlutafélaga og vernda hagsmuni almennra fjárfesta. Það má að sjálfsögðu sjá fyrir aðstæður þar sem ríkisvaldið þyrfti að setja lög gegn vilja þessara aðila - en slíkar aðstæður eru einfaldlega ekki á Íslandi í dag.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar