Viðskipti innlent

Landsbankinn bætist í hópinn

Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra viðskiptabanka í dag sem lækkað hafa vexti íbúðalána úr 4,4% í 4,2%. Vaxtalækkun þessi gildir einnig fyrir þá sem undanfarna daga hafa tekið lán með 4,4% vöxtum. Viðskiptavinir Landsbankans geta valið annars vegar um verðtryggt lán til 25 eða 40 ára á föstum vöxtum og hinsvegar um lán til 25 eða 40 ára þar sem vextir eru endurskoðaðir á 5 ára fresti. Viðskiptavinir geta fengið að láni allt að 80% af markaðsvirði fasteignar og ekki er lánað hærra en sem nemur brunabótamati eignarinnar. Lántaki getur hvort tveggja nýtt lánið til íbúðarkaupa eða til fjármögnunar á eldri lánum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×