Krefst aðgangs að öllum gögnum 28. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum hjá Árna Magnússyni félagsráðherra sem varða á einhvern hátt mat hans eða ráðgjafa hans á umsókn hennar um starf ráðuneytisstjóra. Þá fer Helga fram á skriflegan rökstuðning Árna fyrir ákvörðun hans um skipan í starfið. Árni skipaði, sem kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í fyrradag. Helga styður kröfu sína um rökstuðning ákvæði stjórnsýslulaga, þar sem segir að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt. Samkvæmt lögum hefur félagsmálaráðherra 14 daga til að skila rökstuðningi frá því að krafa berst. "Frekari umfjöllun mín um málið bíður þess að ég fái rökstuðning ráðherra í hendur," sagði Helga. en hún á þann kost að kæra skipunina til umboðsmanns Alþingis eða að fara með hana beint fyrir dómstóla. Undrun og hneykslan ríkir innan raða framsóknarmanna eftir að Árni kunngerði val sitt og skipan í stöðuna, að því er fram kom í viðtölum blaðsins í gær. Helga er af grónum flokksættum og flokksbræður hennar sem blaðið ræddi við voru á einu máli um að þeir hefðu talið fullvíst að hún fengi stöðuna, ekki síst í ljósi menntunar og margþættrar reynslu af störfum í stjórnsýslunni. "Ég varð afar undrandi þegar ég heyrði þetta," sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, um skipanina. "Jafnframt vil ég segja að ég þekki þarna fjölmarga umsækjendur sem allir eru afskaplega hæfir. En þegar ég sá nafn Helgu meðal þeirra hugsaði ég að ekki væri hægt að ganga fram hjá slíkri manneskju." Aðrir viðmælendur blaðsins tóku í sama streng og Sigrún. Árni ræddi við þrjá umsækjendur áður en hann valdi í starfið. Þeir voru Helga, Ragnhildur og Hermann Sæmundsson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið. "Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir og ég tek henni eins og hún liggur fyrir," sagði Hermann. Hann var skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu áður en hann var settur ráðuneytisstjóri, tímabundið. "Það liggur beint við að taka það starf aftur en það kunna að vera fleiri valkostir sem ég er að fara yfir," sagði Hermann og kvaðst sætta sig við að hafa ekki fengið starfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum hjá Árna Magnússyni félagsráðherra sem varða á einhvern hátt mat hans eða ráðgjafa hans á umsókn hennar um starf ráðuneytisstjóra. Þá fer Helga fram á skriflegan rökstuðning Árna fyrir ákvörðun hans um skipan í starfið. Árni skipaði, sem kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í fyrradag. Helga styður kröfu sína um rökstuðning ákvæði stjórnsýslulaga, þar sem segir að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt. Samkvæmt lögum hefur félagsmálaráðherra 14 daga til að skila rökstuðningi frá því að krafa berst. "Frekari umfjöllun mín um málið bíður þess að ég fái rökstuðning ráðherra í hendur," sagði Helga. en hún á þann kost að kæra skipunina til umboðsmanns Alþingis eða að fara með hana beint fyrir dómstóla. Undrun og hneykslan ríkir innan raða framsóknarmanna eftir að Árni kunngerði val sitt og skipan í stöðuna, að því er fram kom í viðtölum blaðsins í gær. Helga er af grónum flokksættum og flokksbræður hennar sem blaðið ræddi við voru á einu máli um að þeir hefðu talið fullvíst að hún fengi stöðuna, ekki síst í ljósi menntunar og margþættrar reynslu af störfum í stjórnsýslunni. "Ég varð afar undrandi þegar ég heyrði þetta," sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, um skipanina. "Jafnframt vil ég segja að ég þekki þarna fjölmarga umsækjendur sem allir eru afskaplega hæfir. En þegar ég sá nafn Helgu meðal þeirra hugsaði ég að ekki væri hægt að ganga fram hjá slíkri manneskju." Aðrir viðmælendur blaðsins tóku í sama streng og Sigrún. Árni ræddi við þrjá umsækjendur áður en hann valdi í starfið. Þeir voru Helga, Ragnhildur og Hermann Sæmundsson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið. "Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir og ég tek henni eins og hún liggur fyrir," sagði Hermann. Hann var skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu áður en hann var settur ráðuneytisstjóri, tímabundið. "Það liggur beint við að taka það starf aftur en það kunna að vera fleiri valkostir sem ég er að fara yfir," sagði Hermann og kvaðst sætta sig við að hafa ekki fengið starfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira