Danir styðja Bandaríkjamenn 9. ágúst 2004 00:01 Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira