Danir styðja Bandaríkjamenn 9. ágúst 2004 00:01 Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem staddur er hér á landi ásamt forsætisráðherrum annarra ríkja Norðurlanda, segir að neikvæðar skýrslur og fregnir af ástandi mála í Írak hafi ekki breytt afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til afdráttarlauss stuðnings við stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Hann telur þvert á móti nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að Danir séu þar í landi og hjálpi hinni nýju íröksku ríkisstjórn við að koma á jafnvægi og lýðræði í Írak. Þess vegna hafi Danir ákveðið að vera þar áfram og hafi til bráðabirgða ákveðið að lengja dvölina um heilt ár. Fregnir hafa borist af því síðustu daga að danskir hermenn hafi tekið þátt í því að að pynta írakska stríðsfanga. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að þetta kunni að leiða til refsiaðgerða Íraka gegn dönskum hermönnum eða Dönum sem starfa í Írak. Rasmussen segir þetta auðvitað alltaf áhættu en að þau mannrán sem umheimurinn hafi orðið vitni að í landinu bitni bæði á bandalagsþjóðunum og þeim þjóðum sem standi utan við bandalagið. Hættan sé því ávallt til staðar og hún undirstriki þörfina á að alþjóðasamfélagið standi saman við að berjast gegn hryðjuverkum og að því að hjálpa írökskum stjórnvöldum að byggja upp öruggara og lýðræðislegra Írak. Rasmussen kveðst ekki sjá neinn annan kost í stöðunni. Ef við verðum hrædd við hryðjuverkamennina þá jafnist það á við að þeir hafi sigrað.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira