Landbúnaður skerðir kjör 29. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun