Hófsemd í gegnum skattkerfið 27. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Tillögur forsvarsmanna Lýðheilsustofnunar um sérstakan skatt á sykur og sykurbættar matvörur gefur tilefni til að velta fyrir sér hlutverki ríkisvaldsins, skattkerfisins og hvaða væntingar við gerum til þessara fyrirbrigða. Sykur er eins og flest annað í lífinu; gott í hófi. Sykurinn gælir við bragðlaukana og eykur þannig lífsgæði okkar. Hann getur gert súrasta mat ætan -- og jafnvel sætan -- og einnig mat sem er svo beiskur að við gætum ekki borðað hann án smá sykurs. En eins og flest það sem er ágætt í hófi hefur sykurinn vond áhrif á okkur ef við neytum hans ekki af hófsemd. Sem kunnugt er á þetta við allt og alla. Flest eitur eru góð lyf í smærri skömmtum. Sólin heldur í okkur lífinu en er samt æði varasöm. Engin tónlist er svo ljúf að við getum hlustað á hana endalaust. Við þurfum að borða til að lifa en við getum drepið okkur á ofáti. Og svo framvegis. Sykurinn er því ekki vondur í sjálfu sér -- fremur en nokkuð annað -- heldur getum við gert hann illan með því að valda okkur skaða með honum. Þetta eru rök byssuframleiðenda og annarra sem verjast öllum takmörkunum á byssueign í Bandaríkjunum. Byssur drepa ekki fólk -- fólk notar byssur til að drepa fólk. Munurinn á byssum og sykri er hins vegar sá að sykur getur aukið lífsgæði en byssur tæplega. Og það er auðvelt að drepa annan mann með byssu en nánast ómögulegt með sykri. En það deyja líklega fleiri af völdum misnotkunar á sykri en byssum. Sérstökum sykurskatti er ætlað að halda fólki frá ofneyslu sykurs með peningalegum hindrunum. Þú mátt borða sykur en það mun kosta þig nokkuð. Ef þetta gengi eftir myndum við snúa aftur til þess tíma að aðeins auðugt fólk hafði efni á að vera feitt. Hinir fátæku fitnuðu ekki fyrr en kaupmáttur fór að aukast og þeir gátu leyft sér óhóf yfirstéttanna. En þá voru þeir ríku komnir með einkaþjálfara og lækna til að soga úr sér fituna, sem þeir blönku höfðu ekki efni á. Þess vegna eru þeir fátækustu orðnir feitastir en þeir ríkustu grennstir. Ef við hækkum verðið á sykri nóg þá gætum við ef til vill snúið þessu við. Ef hinir fátæku verða grannir munu hinir ríku eflaust aftur vilja skreyta sig með fitu. En gerist þetta svona. Eiturlyf eru dýr. Samt neita fátækir sér ekki um þau. Og þeir sem eru ekki fátækir þegar þeir byrja að nota eiturlyf verða það vanalega á endanum. Þeir spara hins vegar flest við sig -- annað en eiturlyfin. Og þannig er um margt annað. Ef heimilisbókhald okkar er skoðað er ekki erfitt að halda því fram að allar ákvarðanir okkar séu skynsamar út frá peningalegu sjónarmiði. Pétur Blöndal alþingismaður hefur verið talsmaður skynsemi í peningamálum og hefur með því orðið einskonar skemmikraftur. Okkur finnst bráðskemmtilegt að heyra sjónarmið hans -- en ég held að flestum hrylli við að fara eftir þeim. Við skulum horfast í augu við það: Helmingurinn af því sem við kaupum er annað hvort drasl eða óþarfi -- eða bæði. Það er því hæpið að hægt sé að kenna öllum almenningi hófsemd með verðstýringu. Ef við vildum gera það ættum við að kippa kaupmættinum aftur um hálfa öld eða svo. Ef við viljum forða fólki frá því að skaða sig með taumleysi og græðgi þurfum við að höfða til betri hluta þess en buddunnar. Og það eru mörg fyrirbrigði í samfélagi betur til þess fallin en skattkerfið. Marga undanfarna áratugi höfum við viljað breyta skattkerfinu -- sem er í eðli sínu rukkun félagsgjalda -- þannig að það nái að endurspegla mannúðarsjónarmið okkar; manngæsku, jöfnuð og sanngirni. Það má vera að þetta sé framkvæmanlegt en hættan er sú að við hættum að iðka gæsku okkar á öðrum sviðum þar sem hún á betur heima. Og það er nokkuð ljóst að skattkerfið á enn langt í land með þessi háleitu markmið þótt við förum ekki að bæta á það kröfum um boðun hófsemdar í samfélaginu. Við hljótum enn að kunna betri aðferðir til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Tillögur forsvarsmanna Lýðheilsustofnunar um sérstakan skatt á sykur og sykurbættar matvörur gefur tilefni til að velta fyrir sér hlutverki ríkisvaldsins, skattkerfisins og hvaða væntingar við gerum til þessara fyrirbrigða. Sykur er eins og flest annað í lífinu; gott í hófi. Sykurinn gælir við bragðlaukana og eykur þannig lífsgæði okkar. Hann getur gert súrasta mat ætan -- og jafnvel sætan -- og einnig mat sem er svo beiskur að við gætum ekki borðað hann án smá sykurs. En eins og flest það sem er ágætt í hófi hefur sykurinn vond áhrif á okkur ef við neytum hans ekki af hófsemd. Sem kunnugt er á þetta við allt og alla. Flest eitur eru góð lyf í smærri skömmtum. Sólin heldur í okkur lífinu en er samt æði varasöm. Engin tónlist er svo ljúf að við getum hlustað á hana endalaust. Við þurfum að borða til að lifa en við getum drepið okkur á ofáti. Og svo framvegis. Sykurinn er því ekki vondur í sjálfu sér -- fremur en nokkuð annað -- heldur getum við gert hann illan með því að valda okkur skaða með honum. Þetta eru rök byssuframleiðenda og annarra sem verjast öllum takmörkunum á byssueign í Bandaríkjunum. Byssur drepa ekki fólk -- fólk notar byssur til að drepa fólk. Munurinn á byssum og sykri er hins vegar sá að sykur getur aukið lífsgæði en byssur tæplega. Og það er auðvelt að drepa annan mann með byssu en nánast ómögulegt með sykri. En það deyja líklega fleiri af völdum misnotkunar á sykri en byssum. Sérstökum sykurskatti er ætlað að halda fólki frá ofneyslu sykurs með peningalegum hindrunum. Þú mátt borða sykur en það mun kosta þig nokkuð. Ef þetta gengi eftir myndum við snúa aftur til þess tíma að aðeins auðugt fólk hafði efni á að vera feitt. Hinir fátæku fitnuðu ekki fyrr en kaupmáttur fór að aukast og þeir gátu leyft sér óhóf yfirstéttanna. En þá voru þeir ríku komnir með einkaþjálfara og lækna til að soga úr sér fituna, sem þeir blönku höfðu ekki efni á. Þess vegna eru þeir fátækustu orðnir feitastir en þeir ríkustu grennstir. Ef við hækkum verðið á sykri nóg þá gætum við ef til vill snúið þessu við. Ef hinir fátæku verða grannir munu hinir ríku eflaust aftur vilja skreyta sig með fitu. En gerist þetta svona. Eiturlyf eru dýr. Samt neita fátækir sér ekki um þau. Og þeir sem eru ekki fátækir þegar þeir byrja að nota eiturlyf verða það vanalega á endanum. Þeir spara hins vegar flest við sig -- annað en eiturlyfin. Og þannig er um margt annað. Ef heimilisbókhald okkar er skoðað er ekki erfitt að halda því fram að allar ákvarðanir okkar séu skynsamar út frá peningalegu sjónarmiði. Pétur Blöndal alþingismaður hefur verið talsmaður skynsemi í peningamálum og hefur með því orðið einskonar skemmikraftur. Okkur finnst bráðskemmtilegt að heyra sjónarmið hans -- en ég held að flestum hrylli við að fara eftir þeim. Við skulum horfast í augu við það: Helmingurinn af því sem við kaupum er annað hvort drasl eða óþarfi -- eða bæði. Það er því hæpið að hægt sé að kenna öllum almenningi hófsemd með verðstýringu. Ef við vildum gera það ættum við að kippa kaupmættinum aftur um hálfa öld eða svo. Ef við viljum forða fólki frá því að skaða sig með taumleysi og græðgi þurfum við að höfða til betri hluta þess en buddunnar. Og það eru mörg fyrirbrigði í samfélagi betur til þess fallin en skattkerfið. Marga undanfarna áratugi höfum við viljað breyta skattkerfinu -- sem er í eðli sínu rukkun félagsgjalda -- þannig að það nái að endurspegla mannúðarsjónarmið okkar; manngæsku, jöfnuð og sanngirni. Það má vera að þetta sé framkvæmanlegt en hættan er sú að við hættum að iðka gæsku okkar á öðrum sviðum þar sem hún á betur heima. Og það er nokkuð ljóst að skattkerfið á enn langt í land með þessi háleitu markmið þótt við förum ekki að bæta á það kröfum um boðun hófsemdar í samfélaginu. Við hljótum enn að kunna betri aðferðir til þess.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun