Yukos í gjaldþrot? 26. júlí 2004 00:01 Sérfræðingar í olíuviðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrirtækinu Yukos kunni að stöðvast innan skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að félagið hafi ekki tök á að greiða um þrjú hundruð milljóna skattakröfu. Því síður þrjú hundruð milljarða til viðbótar sem skattayfirvöld hafa nýlega gert kröfu um. Sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi segir að mál Yukos vekji spurningar um stöðu réttarríkisins og eignarréttinda í landinu. Yukos framleiðir um tvö prósent af allri olíu á heimsmarkaði og því hefði truflun á framleiðslu hjá félaginu áhrif á heimsmarkaðinn. Fari félagið í greiðsluþrot er líklegt að aðrir fjárfestar verði fljótir að koma félaginu til bjargar en Yukos er talið vera meðal best reknu olíufyrirtækja heims. Helsti eigandi Yukos, hinn fangelsaði Mikhail Khordokovskí, hefur boðist til þess að láta hlut sinn í félaginu ganga upp í skattaskuld og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert ellefu sáttatilboð um lausn skattamálsins en ekkert þeirra hefur borið árangur. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sérfræðingar í olíuviðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrirtækinu Yukos kunni að stöðvast innan skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að félagið hafi ekki tök á að greiða um þrjú hundruð milljóna skattakröfu. Því síður þrjú hundruð milljarða til viðbótar sem skattayfirvöld hafa nýlega gert kröfu um. Sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi segir að mál Yukos vekji spurningar um stöðu réttarríkisins og eignarréttinda í landinu. Yukos framleiðir um tvö prósent af allri olíu á heimsmarkaði og því hefði truflun á framleiðslu hjá félaginu áhrif á heimsmarkaðinn. Fari félagið í greiðsluþrot er líklegt að aðrir fjárfestar verði fljótir að koma félaginu til bjargar en Yukos er talið vera meðal best reknu olíufyrirtækja heims. Helsti eigandi Yukos, hinn fangelsaði Mikhail Khordokovskí, hefur boðist til þess að láta hlut sinn í félaginu ganga upp í skattaskuld og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert ellefu sáttatilboð um lausn skattamálsins en ekkert þeirra hefur borið árangur.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira