Verða að fara fyrir þjóðina 13. október 2005 14:24 Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira