Innlent

Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið send á vettvang. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna umferðaslyss við Þrastarlund þegar um korter vantaði í átta í kvöld. Óljóst er um fjölda bíla

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki sagt til um hversu margir bílar hefðu átt í hlut eða þá fjölda slasaðra sem þarf að flytja af vettvangi.

Þyrlan lagði af stað þegar um fimmtán mínútur vantaði í átta og á skammt eftir á leiðarenda. Beiðnin barst frá lögreglunni á Suðurlandi.

Lögreglan á Suðurlandi vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði að frekari upplýsinga væri að vænta seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×