Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. nóvember 2024 23:25 Axel Sæland er formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna. Axel Sæland Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir garðyrkjubændur standa frammi fyrir hátt í 25 prósenta hækkun í verði á raforku sem fæstir bændur geti staðið undir. Hann segist ekki vilja að talað sé um íslenskan garðyrkju í þátíð og segi öryggisleysi almennings í orkumálum óboðlegt. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, segir ekkert í umgjörð raforkusölu á Íslandi tryggja almenningi og smám og meðalstórum fyrirtækjum orkuöryggi. Orkusamningum garðyrkjubænda hafi öllum verið sagt upp um mitt ár og nú hafi þeim verið boðnir nýir með 25 prósentum hærri taxta. Hann segir stöðuna á íslenskum orkumarkaði ekki vera boðlega. „Öll raforka á íslenskum markaði er komin á uppboðsmarkað og það þýðir bara að hæstbjóðandi fær orkuna, hver sem hann er. Greinar eins og garðyrkja eru í engri stöðu til að keppa á þessum markaði. Þau fyrirtæki sem selja raforku í dag eru bara knúin til að hækka verð til okkar sérstaklega og annarra minni fyrirtækja og almennings, “segir hann. Engan veginn boðlegt umhverfi Axel segir þetta setja garðyrkjubændur í mjög erfiða stöðu. Þau þurfi að keppa við stóriðjuna, gagnaver og aðra stórlaxa sem hafa sterka samningsstöðu og töluvert meira á milli handanna en bændurnir. „Við höfum verið að framleiða á innanlandsmarkað og sinnt honum eins vel og við getum sem er mjög gjaldeyrissparandi fyrir þjóðarbúið að þurfa ekki að flytja inn alla þá vöru,“ segir Axel. Á Íslandi nýta stórnotendur eins og álver og gagnaver stóran hluta raforku landsins. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftsl agsráðuneytinu er hátt í 80 prósent raforku á Íslandi notuð í stóriðju en aðeins 20 prósent fyrir almenning og minni fyrirtæki. Þá var Landsvirkjun einnig leyst undan lagalegri skyldu að tryggja orkuöryggi almennings árið 2003. „Núna er eigendastefna Landsvirkjunar þannig að þeim ber að hámarka virði vörunnar til þess að geta greitt eins mikinn arð í ríkissjóð og mögulegt er. Þetta er umhverfi sem er engan veginn boðlegt fyrir almenning í landi,“ segir Axel. Teknir út af samkeppnismarkaði Hann segir þessa hækkun á orkuveðri bænda munu þýða að verð á íslensku grænmeti hækkar fyrir neytandann um talsvert meira en verðlagsvísitalan bendir annars til. „Þá erum við komin á þann stað að almenningur þarf að gera upp við sig hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Það er verið að taka okkur út af samkeppnismarkaði. Okkur langar ekki að það sé talað um íslenska garðyrkju í þátíð,“ segir Axel. Hann segir að mögulegar verðhækkanir fari eftir því hversu vel bændum tekst að halda aftur af þeim en að þau gæti orðið allt að sex prósentustigum ofan á verðbólgu, allt af 12 til 15 prósent verðhækkun. Hann segir þessa þróun síst munu verða til þess að ríkisstjórninni takist að standa við markmið sín um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Hvetur stjórnvöld til að grípa inn í Axel hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Garðyrkjubændur megi ekki við auknum útgjöldum sem þessum. „Það er ekkert sem bannar löggjöfinni í landinu að setja ramma utan um hvað raforka má kosta almenning og minni fyrirtæki í landinu. Það er mjög skýrt að þarna getur íslenska ríkið gripið inn í. Þau geta sett þak á þessi verð,“ segir hann. „Við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að geta þetta. Við erum í ofboðslega erfiðri stöðu.“ Garðyrkja Orkumál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna, segir ekkert í umgjörð raforkusölu á Íslandi tryggja almenningi og smám og meðalstórum fyrirtækjum orkuöryggi. Orkusamningum garðyrkjubænda hafi öllum verið sagt upp um mitt ár og nú hafi þeim verið boðnir nýir með 25 prósentum hærri taxta. Hann segir stöðuna á íslenskum orkumarkaði ekki vera boðlega. „Öll raforka á íslenskum markaði er komin á uppboðsmarkað og það þýðir bara að hæstbjóðandi fær orkuna, hver sem hann er. Greinar eins og garðyrkja eru í engri stöðu til að keppa á þessum markaði. Þau fyrirtæki sem selja raforku í dag eru bara knúin til að hækka verð til okkar sérstaklega og annarra minni fyrirtækja og almennings, “segir hann. Engan veginn boðlegt umhverfi Axel segir þetta setja garðyrkjubændur í mjög erfiða stöðu. Þau þurfi að keppa við stóriðjuna, gagnaver og aðra stórlaxa sem hafa sterka samningsstöðu og töluvert meira á milli handanna en bændurnir. „Við höfum verið að framleiða á innanlandsmarkað og sinnt honum eins vel og við getum sem er mjög gjaldeyrissparandi fyrir þjóðarbúið að þurfa ekki að flytja inn alla þá vöru,“ segir Axel. Á Íslandi nýta stórnotendur eins og álver og gagnaver stóran hluta raforku landsins. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftsl agsráðuneytinu er hátt í 80 prósent raforku á Íslandi notuð í stóriðju en aðeins 20 prósent fyrir almenning og minni fyrirtæki. Þá var Landsvirkjun einnig leyst undan lagalegri skyldu að tryggja orkuöryggi almennings árið 2003. „Núna er eigendastefna Landsvirkjunar þannig að þeim ber að hámarka virði vörunnar til þess að geta greitt eins mikinn arð í ríkissjóð og mögulegt er. Þetta er umhverfi sem er engan veginn boðlegt fyrir almenning í landi,“ segir Axel. Teknir út af samkeppnismarkaði Hann segir þessa hækkun á orkuveðri bænda munu þýða að verð á íslensku grænmeti hækkar fyrir neytandann um talsvert meira en verðlagsvísitalan bendir annars til. „Þá erum við komin á þann stað að almenningur þarf að gera upp við sig hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Það er verið að taka okkur út af samkeppnismarkaði. Okkur langar ekki að það sé talað um íslenska garðyrkju í þátíð,“ segir Axel. Hann segir að mögulegar verðhækkanir fari eftir því hversu vel bændum tekst að halda aftur af þeim en að þau gæti orðið allt að sex prósentustigum ofan á verðbólgu, allt af 12 til 15 prósent verðhækkun. Hann segir þessa þróun síst munu verða til þess að ríkisstjórninni takist að standa við markmið sín um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti. Hvetur stjórnvöld til að grípa inn í Axel hvetur stjórnvöld til að bregðast við. Garðyrkjubændur megi ekki við auknum útgjöldum sem þessum. „Það er ekkert sem bannar löggjöfinni í landinu að setja ramma utan um hvað raforka má kosta almenning og minni fyrirtæki í landinu. Það er mjög skýrt að þarna getur íslenska ríkið gripið inn í. Þau geta sett þak á þessi verð,“ segir hann. „Við teljum okkur ekki vera í þeirri stöðu að geta þetta. Við erum í ofboðslega erfiðri stöðu.“
Garðyrkja Orkumál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira