Kletturinn og ferðalag 1. júlí 2004 00:01 Glímutrölið The Rock, sem vakti fyrst athygli í bíómyndum fyrir hörmulegan leik sinn í hlutverki The Scorpion King í The Mummy Returns, er mættur til leiks í myndinni Walking Tall sem er frumsýnd í dag. Walking Tall byggir á sannsögulegum atburðum og var fyrst kvikmynduð árið 1973 þegar Joe Don Baker lék lögreglustjórann Buford Pusser sem reis upp gegn glæpum í suðurríkjabæ í Teenessee og hristi upp í glæpalýðnum. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir, Walking Tall Part II og Final Chapter: Walking Tall. Sagan hefur tekið nokkrum breytingum í nýju myndinni en grunnstefið er það sama. The Rock leikur Chris Vaugn sem snýr aftur til gamla heimabæjarins síns eftir glæsilegan feril í hernum. Honum bregður heldur betur í brún þegar hann sér að bærinn er orðinn hið versta lastabæli sem spilavítiseigandi og keppinautur hans úr skóla stjórnar. Chris ákveður að bjóða glæpahyskinu sem drottnar fyrir bænum birginn og bíður sig fram til embættis fógeta á staðnum og eftir að hann er orðinn laganna vörður fer hann einn á móti öllum og lætur ekkert stöðva sig. Harðhausar og hasarmyndahetjur drottna yfir þessari frumsýningarhelgi en slagsmálakínverjinn Jackie Chan lætur ljós sitt skína í ævintýramyndinni Around the World in 80 Days en sú saga þarfnast vart kyningar en flestir þekka æsispennandi veðmál of ferðalag breska sérvitringsins Phileas Fogg umhverfis jörðina á 80 dögum. Upprunalega sagan er eftir Jules Verne en í þessari nýju mynd er aðstoðarmaður Foggs, Passepartout, í forgrunni. Jackie Chan leikur Passepartout sem leitar skjóls undan laganna vörðum með því að slást í för með Fogg. Þekking hans í bardagalistum bjargar þeim félögum síðan úr mörgum háskanum en vondir menn reyna að sjálfsögðu að hindra för þeirra. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Glímutrölið The Rock, sem vakti fyrst athygli í bíómyndum fyrir hörmulegan leik sinn í hlutverki The Scorpion King í The Mummy Returns, er mættur til leiks í myndinni Walking Tall sem er frumsýnd í dag. Walking Tall byggir á sannsögulegum atburðum og var fyrst kvikmynduð árið 1973 þegar Joe Don Baker lék lögreglustjórann Buford Pusser sem reis upp gegn glæpum í suðurríkjabæ í Teenessee og hristi upp í glæpalýðnum. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir, Walking Tall Part II og Final Chapter: Walking Tall. Sagan hefur tekið nokkrum breytingum í nýju myndinni en grunnstefið er það sama. The Rock leikur Chris Vaugn sem snýr aftur til gamla heimabæjarins síns eftir glæsilegan feril í hernum. Honum bregður heldur betur í brún þegar hann sér að bærinn er orðinn hið versta lastabæli sem spilavítiseigandi og keppinautur hans úr skóla stjórnar. Chris ákveður að bjóða glæpahyskinu sem drottnar fyrir bænum birginn og bíður sig fram til embættis fógeta á staðnum og eftir að hann er orðinn laganna vörður fer hann einn á móti öllum og lætur ekkert stöðva sig. Harðhausar og hasarmyndahetjur drottna yfir þessari frumsýningarhelgi en slagsmálakínverjinn Jackie Chan lætur ljós sitt skína í ævintýramyndinni Around the World in 80 Days en sú saga þarfnast vart kyningar en flestir þekka æsispennandi veðmál of ferðalag breska sérvitringsins Phileas Fogg umhverfis jörðina á 80 dögum. Upprunalega sagan er eftir Jules Verne en í þessari nýju mynd er aðstoðarmaður Foggs, Passepartout, í forgrunni. Jackie Chan leikur Passepartout sem leitar skjóls undan laganna vörðum með því að slást í för með Fogg. Þekking hans í bardagalistum bjargar þeim félögum síðan úr mörgum háskanum en vondir menn reyna að sjálfsögðu að hindra för þeirra.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira