Blóð, sviti og fár 30. júní 2004 00:01 Ef einhver hefði komið fyrir sprengju í Rússlandi, tónleikasal Klink og Bank, á þriðjudagskvöldið hefði íslensk listalíf verið nokkur ár að jafna sig. Þar söfnuðust nefnilega saman allar helstu listaspírur landsins til þess að bera Peaches augum. Salurinn var troðfullur, og hitinn orðinn nær óbærilegur löngu áður en tónleikarnir hófust. Ástandið átti svo eftir að verða þannig að svitinn lak hreinlega úr loftinu. Eftir frekar sjálfselskulega tónleika Egils Sæbjörnssonar, sem virtist frekar vilja skemmta sjálfum sér en gestum, var fólkið orðið órólegt eftir því að sjá hetjuna sína. Áður en hún steig á svið var lagið Peaches, með The Clash, leikið í gegnum hátalarakerfið og múgurinn hóf að ókyrrast. Geðveikin var rétt að byrja. Peaches steig á svið, dansaði örgrandi dans með ljósa lokka og erfitt var fyrir nærsýna menn eins og mig að sjá hvort þetta væri hún eða ekki. Þegar fyrsta lagið byrjaði, I You She, reif hún af sér hárkolluna og náði salnum algjörlega á sitt band. Það var í raun ótrúlegt að fylgjast með þessari smávöxnu konu eina á sviðinu. Hún býr yfir öllum þeim krafti sem stærðarinnar hljómsveit gerir, gefur sig alla frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, og hélt athyglinni alla tónleikana. Hún lagði mikið upp úr því að gefa áhorfendum góða sýningu. Skipti ítrekað um búninga, hélt skemmtilegar ræður á milli laga, lét aðstoðarmenn sína spila skemmtileg hlutverk og studdist við vídeóupptökur í einstaka lögum. Þá hlupu aðstoðarmenn hennar með glært tjald upp á svið, sem hún varpaði á með myndvarpa aftan frá. Þetta skilaði sér best í dúettnum með Iggy Pop, Kick It, þar sem Peaches hafði látið mynda kappann upp við vegg að syngja sinn hluta lagsins. Þannig var eins og Iggy væri mættur á svæðið við hlið hennar, syngjandi í holdinu, þá hélt ég að það myndi líða yfir mig í stormasömu og fjörugu mannhafinu. Peaches notaði alla rokkstælana, lét sig fjóta ofan á hafinu, klifraði upp á hátalarasúlur, spítti blóði yfir áhorfendur og þóttist gera munnmök á banana. Þetta kvöld var engu líkt! Með orðum Rúnna Júl og Unun... "Ég mun aldrei gleym'enni. Aaaúúúúúúúú." Birgir Örn Steinarsson Peaches: Tónleikar í Klink og Bank, þriðjudagskvöldið 29. júní. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ef einhver hefði komið fyrir sprengju í Rússlandi, tónleikasal Klink og Bank, á þriðjudagskvöldið hefði íslensk listalíf verið nokkur ár að jafna sig. Þar söfnuðust nefnilega saman allar helstu listaspírur landsins til þess að bera Peaches augum. Salurinn var troðfullur, og hitinn orðinn nær óbærilegur löngu áður en tónleikarnir hófust. Ástandið átti svo eftir að verða þannig að svitinn lak hreinlega úr loftinu. Eftir frekar sjálfselskulega tónleika Egils Sæbjörnssonar, sem virtist frekar vilja skemmta sjálfum sér en gestum, var fólkið orðið órólegt eftir því að sjá hetjuna sína. Áður en hún steig á svið var lagið Peaches, með The Clash, leikið í gegnum hátalarakerfið og múgurinn hóf að ókyrrast. Geðveikin var rétt að byrja. Peaches steig á svið, dansaði örgrandi dans með ljósa lokka og erfitt var fyrir nærsýna menn eins og mig að sjá hvort þetta væri hún eða ekki. Þegar fyrsta lagið byrjaði, I You She, reif hún af sér hárkolluna og náði salnum algjörlega á sitt band. Það var í raun ótrúlegt að fylgjast með þessari smávöxnu konu eina á sviðinu. Hún býr yfir öllum þeim krafti sem stærðarinnar hljómsveit gerir, gefur sig alla frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, og hélt athyglinni alla tónleikana. Hún lagði mikið upp úr því að gefa áhorfendum góða sýningu. Skipti ítrekað um búninga, hélt skemmtilegar ræður á milli laga, lét aðstoðarmenn sína spila skemmtileg hlutverk og studdist við vídeóupptökur í einstaka lögum. Þá hlupu aðstoðarmenn hennar með glært tjald upp á svið, sem hún varpaði á með myndvarpa aftan frá. Þetta skilaði sér best í dúettnum með Iggy Pop, Kick It, þar sem Peaches hafði látið mynda kappann upp við vegg að syngja sinn hluta lagsins. Þannig var eins og Iggy væri mættur á svæðið við hlið hennar, syngjandi í holdinu, þá hélt ég að það myndi líða yfir mig í stormasömu og fjörugu mannhafinu. Peaches notaði alla rokkstælana, lét sig fjóta ofan á hafinu, klifraði upp á hátalarasúlur, spítti blóði yfir áhorfendur og þóttist gera munnmök á banana. Þetta kvöld var engu líkt! Með orðum Rúnna Júl og Unun... "Ég mun aldrei gleym'enni. Aaaúúúúúúúú." Birgir Örn Steinarsson Peaches: Tónleikar í Klink og Bank, þriðjudagskvöldið 29. júní.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira