Enn óvissa í varnarmálum Íslands 30. júní 2004 00:01 "Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
"Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira