Skrattakollurinn góði 29. júní 2004 00:01 Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra með horn, hala og tilheyrandi, auk ógurlegrar grjótkrumlu sem ekkert bítur á. Ólíkt Andskotanum er Hellboy hins vegar drengur góður sem berst við hið illa og rannsakar yfirnáttúruleg fyrirbæri, svolítið eins og Fox Mulder - bara ljótari. Það má auðvitað teljast mesta mildi að skrattakollurinn sé í góða liðinu þar sem það var ekki minni eðalskúrkur en sjálfur Raspútín sem kallaði hann upp úr myrkrinu til þess að vinna illvirki fyrir verst þokkaða óþokka mannkynssögunnar, sjálfan Adolf Hitler. Að sköpunarsögu Hellboy lokinni stökkvum við með honum yfir í samtímann og fylgjumst með honum hafa uppi á Raspútín og gera upp við hann og illa anda sem eru eldri en risaeðlurnar. Það er því nóg að gerast, sagan er skemmtilegt og teikningarnar kúl. Bíómyndin um Hellboy, sem var frumsýnd ytra á dögunum, byggir að mestu leyti á þessari bók og miðað við dóma og fréttir af aðsókn hefur yfirfærsla myndasögunnar á hvíta tjaldið heppnast með miklum ágætum. Ég bíð í það minnsta spenntur og Hellboy æðið er þegar farið að gera vart við sig þar sem bækurnar um kappann eru komnar í stöflum í Nexus og nördarnir eru byrjaðir að hita upp. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin. Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra með horn, hala og tilheyrandi, auk ógurlegrar grjótkrumlu sem ekkert bítur á. Ólíkt Andskotanum er Hellboy hins vegar drengur góður sem berst við hið illa og rannsakar yfirnáttúruleg fyrirbæri, svolítið eins og Fox Mulder - bara ljótari. Það má auðvitað teljast mesta mildi að skrattakollurinn sé í góða liðinu þar sem það var ekki minni eðalskúrkur en sjálfur Raspútín sem kallaði hann upp úr myrkrinu til þess að vinna illvirki fyrir verst þokkaða óþokka mannkynssögunnar, sjálfan Adolf Hitler. Að sköpunarsögu Hellboy lokinni stökkvum við með honum yfir í samtímann og fylgjumst með honum hafa uppi á Raspútín og gera upp við hann og illa anda sem eru eldri en risaeðlurnar. Það er því nóg að gerast, sagan er skemmtilegt og teikningarnar kúl. Bíómyndin um Hellboy, sem var frumsýnd ytra á dögunum, byggir að mestu leyti á þessari bók og miðað við dóma og fréttir af aðsókn hefur yfirfærsla myndasögunnar á hvíta tjaldið heppnast með miklum ágætum. Ég bíð í það minnsta spenntur og Hellboy æðið er þegar farið að gera vart við sig þar sem bækurnar um kappann eru komnar í stöflum í Nexus og nördarnir eru byrjaðir að hita upp. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin. Þórarinn Þórarinsson
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira