Velkominn aftur 13. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson Eftir sjö ára þögn snýr Morrissey aftur. Eldri, þroskaðri eftir áralanga útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var án plötusamnings og gott ef hann er ekki orðinn örlítið grárri í vöngum. Svona miðað við hvernig var búið að spila kappann í bresku pressunni síðustu ár átti ég jafnvel von á bitrustu breiðskífu kappans til þessa, en svo er sem betur fer ekki. Hér er passað upp á að lögin séu létt og bara frekar grípandi en aðall Morrissey hefur auðvitað alltaf verið söngur hans og textasmíð. Túlkun hans er engri lík og það hefur verið hreinn unaður að fá að heimsækja hans kolsjúka koll í gegnum árin og fá að sjá hvernig hann skynjar heiminn. Það er eins í þetta skiptið en hér mætir mjög breyttur Morrissey á svæðið. Lausari við hroka, nokkuð auðmýkri og ekki eins ljóðrænn og áður. Hann er þó sjálfum sér líkur og tekur á nokkrum þungavigtarmálum í textum sínum, en bara ekki með nefi Oscar Wilde sem hann hefur svo lengi reynt að anda í gegnum. Morrissey tekur léttilega á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í tveimur fyrstu lögunum, America Is Not the World og svo Irish Blood, English Heart. Í einu besta lagi plötunnar, I Have Forgiven Jesus, gerir hann upp tregafullt samband sitt við frelsarann í gegnum tíðina og fyrirgefur honum fyrir að fylla hjarta sitt af syndsamlegum hvötum en spyr svo af hverju hann setti hann í líkama fullan af vanþóknun. Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú hún hljómar á köflum svolítið útrunnin tónlistarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það. Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson Eftir sjö ára þögn snýr Morrissey aftur. Eldri, þroskaðri eftir áralanga útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var án plötusamnings og gott ef hann er ekki orðinn örlítið grárri í vöngum. Svona miðað við hvernig var búið að spila kappann í bresku pressunni síðustu ár átti ég jafnvel von á bitrustu breiðskífu kappans til þessa, en svo er sem betur fer ekki. Hér er passað upp á að lögin séu létt og bara frekar grípandi en aðall Morrissey hefur auðvitað alltaf verið söngur hans og textasmíð. Túlkun hans er engri lík og það hefur verið hreinn unaður að fá að heimsækja hans kolsjúka koll í gegnum árin og fá að sjá hvernig hann skynjar heiminn. Það er eins í þetta skiptið en hér mætir mjög breyttur Morrissey á svæðið. Lausari við hroka, nokkuð auðmýkri og ekki eins ljóðrænn og áður. Hann er þó sjálfum sér líkur og tekur á nokkrum þungavigtarmálum í textum sínum, en bara ekki með nefi Oscar Wilde sem hann hefur svo lengi reynt að anda í gegnum. Morrissey tekur léttilega á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í tveimur fyrstu lögunum, America Is Not the World og svo Irish Blood, English Heart. Í einu besta lagi plötunnar, I Have Forgiven Jesus, gerir hann upp tregafullt samband sitt við frelsarann í gegnum tíðina og fyrirgefur honum fyrir að fylla hjarta sitt af syndsamlegum hvötum en spyr svo af hverju hann setti hann í líkama fullan af vanþóknun. Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú hún hljómar á köflum svolítið útrunnin tónlistarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það.
Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira