Velkominn aftur 13. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson Eftir sjö ára þögn snýr Morrissey aftur. Eldri, þroskaðri eftir áralanga útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var án plötusamnings og gott ef hann er ekki orðinn örlítið grárri í vöngum. Svona miðað við hvernig var búið að spila kappann í bresku pressunni síðustu ár átti ég jafnvel von á bitrustu breiðskífu kappans til þessa, en svo er sem betur fer ekki. Hér er passað upp á að lögin séu létt og bara frekar grípandi en aðall Morrissey hefur auðvitað alltaf verið söngur hans og textasmíð. Túlkun hans er engri lík og það hefur verið hreinn unaður að fá að heimsækja hans kolsjúka koll í gegnum árin og fá að sjá hvernig hann skynjar heiminn. Það er eins í þetta skiptið en hér mætir mjög breyttur Morrissey á svæðið. Lausari við hroka, nokkuð auðmýkri og ekki eins ljóðrænn og áður. Hann er þó sjálfum sér líkur og tekur á nokkrum þungavigtarmálum í textum sínum, en bara ekki með nefi Oscar Wilde sem hann hefur svo lengi reynt að anda í gegnum. Morrissey tekur léttilega á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í tveimur fyrstu lögunum, America Is Not the World og svo Irish Blood, English Heart. Í einu besta lagi plötunnar, I Have Forgiven Jesus, gerir hann upp tregafullt samband sitt við frelsarann í gegnum tíðina og fyrirgefur honum fyrir að fylla hjarta sitt af syndsamlegum hvötum en spyr svo af hverju hann setti hann í líkama fullan af vanþóknun. Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú hún hljómar á köflum svolítið útrunnin tónlistarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það. Tónlist Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson Eftir sjö ára þögn snýr Morrissey aftur. Eldri, þroskaðri eftir áralanga útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var án plötusamnings og gott ef hann er ekki orðinn örlítið grárri í vöngum. Svona miðað við hvernig var búið að spila kappann í bresku pressunni síðustu ár átti ég jafnvel von á bitrustu breiðskífu kappans til þessa, en svo er sem betur fer ekki. Hér er passað upp á að lögin séu létt og bara frekar grípandi en aðall Morrissey hefur auðvitað alltaf verið söngur hans og textasmíð. Túlkun hans er engri lík og það hefur verið hreinn unaður að fá að heimsækja hans kolsjúka koll í gegnum árin og fá að sjá hvernig hann skynjar heiminn. Það er eins í þetta skiptið en hér mætir mjög breyttur Morrissey á svæðið. Lausari við hroka, nokkuð auðmýkri og ekki eins ljóðrænn og áður. Hann er þó sjálfum sér líkur og tekur á nokkrum þungavigtarmálum í textum sínum, en bara ekki með nefi Oscar Wilde sem hann hefur svo lengi reynt að anda í gegnum. Morrissey tekur léttilega á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í tveimur fyrstu lögunum, America Is Not the World og svo Irish Blood, English Heart. Í einu besta lagi plötunnar, I Have Forgiven Jesus, gerir hann upp tregafullt samband sitt við frelsarann í gegnum tíðina og fyrirgefur honum fyrir að fylla hjarta sitt af syndsamlegum hvötum en spyr svo af hverju hann setti hann í líkama fullan af vanþóknun. Það er ótrúlega ljúft að heyra rödd Morrissey aftur og yndislegt að hann skuli skila af sér góðri plötu. Jú, jú hún hljómar á köflum svolítið útrunnin tónlistarlega en fínar lagasmíðar, einlæg tjáning og fyrsta flokks textasmíðar bæta upp fyrir það.
Tónlist Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira