Viðskipti

Á leið í útrás en allt hófst þetta í háskólanum

„Við fórum af stað sem ungt teymi með ýmislegt ólært. Okkur vantaði meiri breidd í hópinn og höfðum ekki nægilega mikla þekkingu í sölu- og markaðstengdum málum, þar af leiðandi lentum við í byrjunarörðugleikum við að koma vörunni á markað. Þá tók við erfitt tímabil þar sem við misstum gott fólk frá okkur,“ segir Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda LearnCove. „Þessum tíma fylgdi þó mikill lærdómur og við erum reynslunni ríkari ásamt því að hafa bætt við okkur öflugum einstaklingum í sölu- og markaðshliðinni. Við erum virkilega ánægð með breidd hópsins í dag og hversu vel hann nær saman,“ segir Aðalheiður.

Atvinnulíf

Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar

Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins.

Atvinnulíf

Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi

Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift.

Viðskipti innlent

Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum

Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Vinnustaðir fyrir og eftir Covid

Um allan heim eru vinnustaðir að móta sér hugmyndir og stefnur um hvernig best er að haga til framtíðinni þar sem fjarvinna er orðin hluti af veruleika atvinnulífsins. BBC Worklife leitaði til nokkurra sérfræðinga eftir áliti á því hvaða breytingar við munum helst sjá í kjölfar Covid.

Atvinnulíf

Jóhann Óskar ráðinn yfirflugstjóri PLAY

Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri hjá flugfélaginu PLAY. Jóhann hefur komið víða við í fluggeiranum en hann hefur starfað hjá fjórum öðrum flugfélögum ásamt því að hafa setið í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Heil­brigðis­kerfið á kross­götum

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru meðal þeirra sem halda erindi á sérstökum fundi SA og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum.

Viðskipti innlent

Alitalia gjaldþrota

Ítalska flugfélagið Alitalia tilkynnti um gjaldþrot í dag og mun hætta starfsemi þann 15. október. Öllum flugferðum eftir þá dagsetningu verður því aflýst.

Viðskipti erlent