Viðskipti

Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar

Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi.

Viðskipti innlent

„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“

Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf

Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni.

Atvinnulíf

Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco

Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt.

Viðskipti erlent

Kínverjar banna rafmyntir og gröft

Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda.

Viðskipti erlent

Ráðin nýir fram­kvæmda­stjórar hjá Lands­bankanum

Bergsteinn Ó. Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum og Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfélags, sem er nýtt svið hjá bankanum, en undir það heyra mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, samfélagsábyrgð og Hagfræðideild.

Viðskipti innlent

Hóta lögsókn vegna einkaréttar á lillabláum

Sælgætisrisinn Mondelez hefur hótað fyrirtækinu Nurture Brands lögsókn ef það bregst ekki við og breytir umbúðum ávaxtastykki innan sex mánaða. Forsvarsmenn Mondelez halda því fram að litur umbúðanna brjóti gegn einkarétti fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert

Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi?

Atvinnulíf

Rót­grónir heild­sölurisar fá að sam­einast

ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“.

Viðskipti innlent

Play nælir í sölu­sér­fræðing frá Icelandair

Tatiana Shirokova hefur verið ráðin forstöðumaður sölusviðs Play og mun hún bera ábyrgð á sölu- og dreifingarmálum félagsins. Sölusvið er hluti af sölu- og markaðssviði og tekur Tatiana til starfa þann 1. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Viðskipti innlent

Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“

Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann.

Atvinnulíf

Rándýrt að auglýsa í Reykjavík

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar.

Viðskipti innlent