Viðskipti Pósthús mathöll opnuð og allir dansa kónga Mathöllin í gamla pósthúsinu opnar í dag eftir sex ára undirbúning. Markmið mathallarinnar er að vera sú skemmtilegasta á landinu. Stór nöfn á borð við Yesmine Olsson, Hauk á Yuzu og Sigga Hall eru öll hluti af verkefninu og leiddi sá síðast nefndi alla í kónga í tilefni dagsins. Viðskipti innlent 18.11.2022 15:01 Tugmilljarða hagnaður hjá Landsvirkjun Landsvirkjun hagnaðist um 31 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er besta rekstrarniðurstaða á þessu tímabili í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 18.11.2022 14:51 Dómurinn yfir Eiríki á Omega fyrir skattsvik staðfestur Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Viðskipti innlent 18.11.2022 14:09 Hvernig Hjálpartækjabankinn varð að Eirbergi Verslunin Eirberg er mörgum kunn en það sem ekki margir vita er að grunnur fyrirtækisins er gamli góði Hjálpartækjabankinn sem þjónustaði almenning á áttunda og níunda áratuginum með úrval vara sem bættu heilsu og vellíðan fólks. Samstarf 18.11.2022 13:00 Þorsteinn Skúli nýr aðstoðarframkvæmdastjóri SFV Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Þorsteinn hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 18.11.2022 11:41 Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. Viðskipti erlent 18.11.2022 07:44 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Atvinnulíf 18.11.2022 07:01 Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 17.11.2022 22:11 Magnús Þór til Kviku Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári. Viðskipti innlent 17.11.2022 21:45 Norska Elkjøp bakkar út og gefur Amnesty auglýsingaplássin í tengslum við HM Fáeinum dögum fyrir HM í knattspyrnu í Katar hefur norski raftækjasölu risinn Elkjøp ákveðið að hætta sem kostunaraðili HM-útsendinga sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Fyrirtækið mun þess í stað gefa mannréttindasamtökunum Amnesty auglýsingaplássin. Viðskipti erlent 17.11.2022 16:25 Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Neytendur 17.11.2022 13:59 „Mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“ Pétur Ó Einarsson er mannauðsstjóri Fjársýslu ríkisins, 57 ára Reykvíkingur, eiginmaður, faðir og afi. Áhugi Péturs á mannauðsmálum byrjaði snemma á starfsferli hans þegar hann starfaði fyrir Landsbankann sem fræðslustjóri og hefur áhuginn ekki slokknað síðan. Samhliða starfi fyrir Landsbankann lauk Pétur BSc gráðu í viðskiptafræði í fjarnámi sem viðbót við rekstrarfræði frá Tækniskólanum og í framhaldi lauk hann meistaranámi í Mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað sem starfsmannastjóri og síðan mannauðsstjóri fyrir Fjársýsluna frá því árið 2008. Samstarf 17.11.2022 13:00 Fjárfestir í FTX stefnir Bankman-Fried, Bündchen, Curry og fleirum Fjárfestir í rafmyntakauphöllinni FTX hefur stefnt fyrrverandi forstjóra og stofnenda hennar, Sam Bankman-Fried, og ellefu stjörnum sem auglýstu kauphöllina. Sá sem stefnir kauphöllinni segir þau kærðu hafa valdið því að fólk tapaði milljörðum dollara. Viðskipti erlent 17.11.2022 11:20 Metfjöldi íslenskra fyrirtækja á tækniráðstefnu í Helsinki Sprota- og tækniráðstefnan Slush fer fram um þessar mundir í Helsinki í Finnlandi. Fulltrúar frá 65 íslenskum fyrirtækjum eru staddir þar úti en aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki sent fulltrúa á ráðstefnuna. Rúmlega hundrað Íslendingar skipta sendinefndina. Viðskipti innlent 17.11.2022 11:17 Airfryer ofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun ELKO Airfryer hitablástursofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun sem ELKO gerði nú í aðdraganda undirbúnings jóla. Í öðru sæti er snjallsími og PS5 leikjatölvan í því þriðja. Þá sýnir það sig að upp til hópa gefur fólk margar gjafir. Tæpur helmingur segist gefa fleiri en 10 jólagjafir og tæpur þriðjungur gefur sjö til tíu gjafir. Samstarf 17.11.2022 11:01 Hampiðjan stefnir á aðalmarkað eftir kaup á norsku félagi Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum. Viðskipti innlent 17.11.2022 09:22 Ætlar að fá annan til að stýra Twitter Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ætla að draga úr afskiptum sínum af miðlinum og fá einhvern annan til að stýra fyrirtækinu. Sá stutti tími sem Musk hefur átt Twitter hefur verið stormasamur svo vægt sé til orða tekið. Viðskipti erlent 16.11.2022 22:52 „Manni líður eins og maður sé bara heima“ „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. Viðskipti innlent 16.11.2022 22:47 Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. Viðskipti innlent 16.11.2022 15:30 Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. Viðskipti erlent 16.11.2022 15:13 Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Forstjóri Bankasýslu ríkisins hafnar því að stofnunin hafi ekki haft mannskapinn eða þekkinguna í að jafn flókið ferli og sala ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka var. Hann vandar Ríkisendurskoðun ekki kveðjurnar og segist ekki hafa gert nein mistök við framkvæmd útboðsins. Viðskipti innlent 16.11.2022 14:15 Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 16.11.2022 13:55 Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. Viðskipti innlent 16.11.2022 10:34 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. Viðskipti innlent 16.11.2022 09:41 Íslandsstofa sendi auglýsingaskilti út í geim Ný herferð Íslandsstofu nær sérstaklega til þeirra hafa sett stefnu sína út í geim. Tilvonandi geimferðamenn eru hvattir til að heimsækja Ísland frekar. Til þess að auglýsa landið var auglýsingaskilti sent út í geim. Viðskipti innlent 16.11.2022 09:33 Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. Neytendur 16.11.2022 08:51 Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. Viðskipti innlent 16.11.2022 07:25 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. Atvinnulíf 16.11.2022 07:01 Tvö hundruð tonna sæeyrnaeldi í Grindavík HS Orka og Sæbýli undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku. Gert er ráð fyrir byggingu á tvö hundruð tonna eldi sem mögulegt er að fimmfalda á næstu tíu árum. Viðskipti innlent 15.11.2022 14:45 Karen Kjartans nýr meðeigandi í Langbrók Karen Kjartansdóttir hefur bæst við hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Viðskipti innlent 15.11.2022 13:17 « ‹ 151 152 153 154 155 156 157 158 159 … 334 ›
Pósthús mathöll opnuð og allir dansa kónga Mathöllin í gamla pósthúsinu opnar í dag eftir sex ára undirbúning. Markmið mathallarinnar er að vera sú skemmtilegasta á landinu. Stór nöfn á borð við Yesmine Olsson, Hauk á Yuzu og Sigga Hall eru öll hluti af verkefninu og leiddi sá síðast nefndi alla í kónga í tilefni dagsins. Viðskipti innlent 18.11.2022 15:01
Tugmilljarða hagnaður hjá Landsvirkjun Landsvirkjun hagnaðist um 31 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er besta rekstrarniðurstaða á þessu tímabili í sögu fyrirtækisins. Viðskipti innlent 18.11.2022 14:51
Dómurinn yfir Eiríki á Omega fyrir skattsvik staðfestur Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Viðskipti innlent 18.11.2022 14:09
Hvernig Hjálpartækjabankinn varð að Eirbergi Verslunin Eirberg er mörgum kunn en það sem ekki margir vita er að grunnur fyrirtækisins er gamli góði Hjálpartækjabankinn sem þjónustaði almenning á áttunda og níunda áratuginum með úrval vara sem bættu heilsu og vellíðan fólks. Samstarf 18.11.2022 13:00
Þorsteinn Skúli nýr aðstoðarframkvæmdastjóri SFV Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Þorsteinn hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 18.11.2022 11:41
Starfsmenn flýja Twitter vegna afarkosta Musk Það er óhætt að setja að framtíð samfélagsmiðilsins Twitter sé í uppnámi eftir að hundruðir starfsmanna virtust velja að kveðja fyrirtækið í stað þess að gangast undir afarkost Elon Musk um að starfsmenn skuldbittu sig til að vinna langa og stranga vinnudaga ellegar hættu. Viðskipti erlent 18.11.2022 07:44
Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Atvinnulíf 18.11.2022 07:01
Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 17.11.2022 22:11
Magnús Þór til Kviku Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári. Viðskipti innlent 17.11.2022 21:45
Norska Elkjøp bakkar út og gefur Amnesty auglýsingaplássin í tengslum við HM Fáeinum dögum fyrir HM í knattspyrnu í Katar hefur norski raftækjasölu risinn Elkjøp ákveðið að hætta sem kostunaraðili HM-útsendinga sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Fyrirtækið mun þess í stað gefa mannréttindasamtökunum Amnesty auglýsingaplássin. Viðskipti erlent 17.11.2022 16:25
Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Neytendur 17.11.2022 13:59
„Mannleg gildi og mannvirðing þurfa alltaf að vera í öndvegi.“ Pétur Ó Einarsson er mannauðsstjóri Fjársýslu ríkisins, 57 ára Reykvíkingur, eiginmaður, faðir og afi. Áhugi Péturs á mannauðsmálum byrjaði snemma á starfsferli hans þegar hann starfaði fyrir Landsbankann sem fræðslustjóri og hefur áhuginn ekki slokknað síðan. Samhliða starfi fyrir Landsbankann lauk Pétur BSc gráðu í viðskiptafræði í fjarnámi sem viðbót við rekstrarfræði frá Tækniskólanum og í framhaldi lauk hann meistaranámi í Mannauðsstjórnun. Hann hefur starfað sem starfsmannastjóri og síðan mannauðsstjóri fyrir Fjársýsluna frá því árið 2008. Samstarf 17.11.2022 13:00
Fjárfestir í FTX stefnir Bankman-Fried, Bündchen, Curry og fleirum Fjárfestir í rafmyntakauphöllinni FTX hefur stefnt fyrrverandi forstjóra og stofnenda hennar, Sam Bankman-Fried, og ellefu stjörnum sem auglýstu kauphöllina. Sá sem stefnir kauphöllinni segir þau kærðu hafa valdið því að fólk tapaði milljörðum dollara. Viðskipti erlent 17.11.2022 11:20
Metfjöldi íslenskra fyrirtækja á tækniráðstefnu í Helsinki Sprota- og tækniráðstefnan Slush fer fram um þessar mundir í Helsinki í Finnlandi. Fulltrúar frá 65 íslenskum fyrirtækjum eru staddir þar úti en aldrei hafa jafn mörg fyrirtæki sent fulltrúa á ráðstefnuna. Rúmlega hundrað Íslendingar skipta sendinefndina. Viðskipti innlent 17.11.2022 11:17
Airfryer ofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun ELKO Airfryer hitablástursofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun sem ELKO gerði nú í aðdraganda undirbúnings jóla. Í öðru sæti er snjallsími og PS5 leikjatölvan í því þriðja. Þá sýnir það sig að upp til hópa gefur fólk margar gjafir. Tæpur helmingur segist gefa fleiri en 10 jólagjafir og tæpur þriðjungur gefur sjö til tíu gjafir. Samstarf 17.11.2022 11:01
Hampiðjan stefnir á aðalmarkað eftir kaup á norsku félagi Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum. Viðskipti innlent 17.11.2022 09:22
Ætlar að fá annan til að stýra Twitter Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ætla að draga úr afskiptum sínum af miðlinum og fá einhvern annan til að stýra fyrirtækinu. Sá stutti tími sem Musk hefur átt Twitter hefur verið stormasamur svo vægt sé til orða tekið. Viðskipti erlent 16.11.2022 22:52
„Manni líður eins og maður sé bara heima“ „Tíminn er bara kominn. Það tekur allt sinn endi,“ segir Ragnar Guðmundsson stofnandi veitingastaðarins Lauga-Ás á Laugarásvegi í Reykjavík en staðnum verður lokað í næsta mánuði. Lauga-Ás hefur verið starfræktur síðan árið 1979 og hafa fastagestir staðarins tekið þessum tíðindum óstinnt upp. Viðskipti innlent 16.11.2022 22:47
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. Viðskipti innlent 16.11.2022 15:30
Lengri vinnudagar hjá „harðara“ Twitter 2,0 Auðjöfurinn Elon Musk hefur gefið þeim starfsmönnum Twitter sem enn vinna hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu frest út daginn á morgun til að sverja þess heit að skuldbinda sig til að vinna lengri vinnudaga hjá „harðara“ Twitter. Geri þau það ekki verði þeim sagt upp. Viðskipti erlent 16.11.2022 15:13
Ef einhvern skorti þekkingu og mannskap þá sé það hjá Ríkisendurskoðun Forstjóri Bankasýslu ríkisins hafnar því að stofnunin hafi ekki haft mannskapinn eða þekkinguna í að jafn flókið ferli og sala ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka var. Hann vandar Ríkisendurskoðun ekki kveðjurnar og segist ekki hafa gert nein mistök við framkvæmd útboðsins. Viðskipti innlent 16.11.2022 14:15
Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 16.11.2022 13:55
Óvænt hækkun á verði í fjölbýli Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent milli september og október. Verð á sérbýli lækkar um 0,7 prósent en verð íbúða í fjölbýli hækkar um 0,9 prósent. Viðskipti innlent 16.11.2022 10:34
Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. Viðskipti innlent 16.11.2022 09:41
Íslandsstofa sendi auglýsingaskilti út í geim Ný herferð Íslandsstofu nær sérstaklega til þeirra hafa sett stefnu sína út í geim. Tilvonandi geimferðamenn eru hvattir til að heimsækja Ísland frekar. Til þess að auglýsa landið var auglýsingaskilti sent út í geim. Viðskipti innlent 16.11.2022 09:33
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. Neytendur 16.11.2022 08:51
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. Viðskipti innlent 16.11.2022 07:25
Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. Atvinnulíf 16.11.2022 07:01
Tvö hundruð tonna sæeyrnaeldi í Grindavík HS Orka og Sæbýli undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku. Gert er ráð fyrir byggingu á tvö hundruð tonna eldi sem mögulegt er að fimmfalda á næstu tíu árum. Viðskipti innlent 15.11.2022 14:45
Karen Kjartans nýr meðeigandi í Langbrók Karen Kjartansdóttir hefur bæst við hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. Viðskipti innlent 15.11.2022 13:17