Tónlist

Kemur The Police saman aftur?

Orðrómur er uppi um að hljómsveitin The Police ætli að koma saman á nýjan leik á þessu ári með tónleikahaldi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Á þessu ári verða þrjátíu ár liðin frá því að eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Roxanne, kom út. Var það jafnframt fyrsta lagið sem vakti athygli á The Police í Bandaríkjunum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1986.

Tónlist

Eftirvænting við Hagatorg

Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljómsveitinni.

Tónlist

Jarvis - þrjár stjörnur

Ekki láta spaugileg „90"s“ kvöld vinar míns Curvers plata ykkur. Þó svo að nostalgía yngri kynslóða snúist yfirleitt um það að gera því hátt undir höfði sem miður fór í tónlist á síðasta áratug og þau kvöld séu full af Aqua, 2Unlimited og öðrum viðbjóði sem fáir myndu leggja á sig að hlusta á edrú var tíundi áratugurinn líka fullur af frábærri tónlist.

Tónlist

Úrval einleiksverka fyrir selló

Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari heldur tónleika í Salnum í kvöld og leikur þar fjölbreytt einleiksverk. Sæunn hóf sellónám sitt 5 ára gömul og útskrifaðist frá Cleveland Institute of Music síðastlitið vor og hlaut þar verðlaun sem framúrskarandi nemandi bæði í sellóleik og kammertónlist.

Tónlist

Raftónlistarfólk í nýju dagatali

Verslunin 12 tónar hefur gefið út dagatal fyrir árið 2007 tileinkað íslenskum raftónlistarmönnum. Bassaleikaradagatal verslunarinnar kom út í fyrra og vakti mikla lukku.

Tónlist

Miðasala hefst í dag

Miðasala á þrenna tónleika sænsku söngkonunnar Lisa Ekdahl hér á landi í byrjun mars hefst í dag. Fyrstu tónleikar hennar verða á Nasa 1. mars, þeir næstu verða á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir og síðustu tónleikarnir verða í Víkurbæ í Bolungarvík 3. mars. Miðasalan hefst kl. 10 á midi.is og í verslunum Skífunnar og verslunum BT. Miðaverð er 2.900 krónur.

Tónlist

Barist fyrir framtíð TÞM

Næstkomandi laugardag verða haldnir baráttutónleikar fyrir framtíð Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar sem er með starfsemi að Hólmaslóð 2 í Reykjavík.

Tónlist

Tilfinningarík tónlist

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun. Yfirskrift tónleikanna er „Ljúflingslög“ en að sögn Antoníu verður leitast við að hafa andrúmsloftið rólegt og afslappandi og munu þau flytja íslensk sönglög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar tónskálds ásamt lögum eftir Vivaldi og Mozart.

Tónlist

Snow Patrol söluhæst

Hljómsveitin Snow Patrol átti mest seldu plötu síðasta árs í Bretlandi. Platan, sem nefnist Eyes Open og er fjórða plata sveitarinnar, seldist í 1,2 milljónum eintaka.

Tónlist

Queen besta breska hljómsveitin

Ofurhljómsveitin Queen er besta breska hljómsveitin að mati hlustenda BBC Radio 2. Alls bárust tuttugu þúsund atkvæði og skutu Freddie Mercury og félagar hljómsveitum á borð við Rolling Stones, Bítlana, Take That og Oasis ref fyrir rass. Hlustendur voru beðnir um að gefa hljómsveitum einkunn fyrir mikilvæga þætti og nægir þar að nefna texta- og lagasmíðar, framkomu á tónleikum og útgeislun.

Tónlist

Kylie ákaft fagnað

Hin smávaxna ástralska söngkona Kylie Minogue gat ekki hafið söng fyrir fagnaðarlátum áhorfenda sem ætlaði aldrei að linna þegar hún söng nýja árið í garð á Wembley Arena. Alls mættu tólf þúsund aðdáendur söngkonunnar og stóð Kylie klökk á sviðinu þegar þeir tóku á móti henni með þessum hætti.

Tónlist

Fólk syngur með í hjartanu

Frumraun Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu með Sinfóníuhljómsveit Íslands var á Vínartónleikum þeirra fyrir tólf árum. Hún endurtekur nú leikinn og stígur á svið á fernum tónleikum því ekki má minna vera - svo vinsæll er þessi menningarviðburður.

Tónlist

Óljós framtíð System of a Down

Það hefur lítið heyrst frá bandarísku rokksveitinni System of a Down síðustu mánuði. Sveitin sendi frá sér tvær vinsælar plötur árið 2005 en frá því um mitt síðasta ár hefur bandið verið í pásu. Liðsmenn sveitarinnar segjast ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta, en tónlistarleg framtíð þeirra sé óljós.

Tónlist

Slátur í Fríkirkjunni

Miðvikudaginn 3. janúar mun tónsmíðafélagið S.L.Á.T.U.R. halda lúðratónleika í Fríkirkjunni klukkan 20. Saman er kominn hópur frumkvöðla í ný-sensjúalískum tónsmíðum.

Tónlist

Jóhann í 6. sæti árslista

Plata tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User’s Manual, er í 6. sæti á lista heimasíðunnar Almost Cool yfir bestu plötur ársins 2006. Í dómi um plötuna á síðunni segir að tónlist Jóhanns sé „gullfalleg nýklassík og enn eitt stórkostlegt afrek þessa unga tónskálds.“

Tónlist

Frábærir tónleikar

Landslið tónlistarmanna kom fram á tónleikunum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna sem fram fóru í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Þetta var í áttunda skiptið sem tónleikarnir eru haldnir og söfnuðust heilar 2,4 milljónir króna.

Tónlist

The Sweet Escape - ein stjarna

Ég er kannski full kröfuharður, en þegar kemur að poppplötum eru viss lykilatriði sem plata þarf að uppfylla til þess að ég geti mælt með henni. Framar öllu þarf hún að innihalda grípandi lög. Útsetningar þurfa að vera upplífgandi og helst leita inn á ókunnugar slóðir.

Tónlist

Peter, Bjorn og John á Nasa í lok janúar

Sænska tríóið Peter, Bjorn og John kemur til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum Nasa laugardagskvöldið 27. janúar. Plata hljómsveitarinnar Writer‘s Block hefur vakið mikla athygli undanfarið og lagið Young Folks náð á vinsældarlista víða um Evrópu. Tímaritið NME valdi lagið næstbesta lag ársins 2006.

Tónlist

Árituð plata seld

Áritað umslag Bítlaplötunnar Meet The Beatles seldist á dögunum á uppboði fyrir 60.000 pund, eða tæplega 8,4 milljónir íslenskra króna. Umslagið var áritað af öllum fjórum Bítlunum og hafði verið gefið Louise, systur gítarleikarans George Harrison.

Tónlist

Sólsetur á gamlársdag

Síðasta dag ársins efnir Listvinafélag Hallgrímskirkju að venju til tónleika skömmu eftir sólarlag þar sem árið er kvatt með söng og lúðrahljómi af Trompeteria-hópnum, Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni trompetleikurum ásamt Herði Áskelssyni orgelleikara, en áralöng hefð er fyrir þessum áramótatónleikum fyrir fullu húsi.

Tónlist

Settu vitlaust lag á iTunes

Kanadíska hljómsveitin The Arcade Fire hlóð vitlausu lagi inn á iTunes á annan í jólum. Áætlað hafði verið að lagið Intervention yrði sett í sölu á síðunni 28. desember og átti ágóðinn að renna til góðgerðamála. Í staðinn gátu aðdáendur sveitarinnar nælt sér í lagið Black Wave/Bad Vibrations. Bæði lögin verða á annarri breiðskífu Arcade Fire sem gefin verður út í lok mars eða byrjun apríl.

Tónlist

Úthlutað úr sjóði Karls

Úthlutun úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar tónlistarmanns var á miðvikudag og féll styrkur sjóðsins í ár til ungs organista eins og í þau fjórtán skipti sem styrkurinn hefur verið veittur. Að þessu sinni var það Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem hlaut styrkinn.

Tónlist

Árið 2007 lofar góðu

Árið er liðið í aldanna skaut eins og gömul klisja segir. Nýtt tónlistarár fer því brátt að hefjast og þess vegna fór Steinþór Helgi Arnsteinsson á stúfana og athugaði komandi útgáfur.

Tónlist

So Divided - þrjár stjörnur

Sveitin með eitt lengsta nafn rokksögunnar, ...And You Will Know Us By the Trail of Dead (hér eftir eingöngu kölluð Trail of Dead), hefur undanfarin ár sent frá nokkrar af ferskustu plötum sem bandarískt rokk hefur boðið upp á.

Tónlist

Fjórfaldur Sveinn í kvöld

Tónleikarnir Hreinn JólaSveinn fara fram í Stúdentakjallaranum í kvöld. Þar verður bassaleikarinn Sveinn Helgi Halldórsson í nokkru aðalhlutverki því hann leikur með öllum fjórum hljómsveitunum sem fram koma. Sveinn er bassaleikari ekki óþekktari sveita en Ælu, Jan Mayen, Rými og Tokyo Megaplex.

Tónlist

Fimm stjörnu útgáfutónleikar

Í kvöld mun hiphop-hljómsveitin Forgotten Lores halda upp á útgáfu annarrar plötu sinnar, Frá heimsenda, með útgáfutónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. Gleðskapurinn byrjar kl. 22.00 og munu Earmax og DJ Magic sjá um að koma mannskapnum í stuð, áður en kónarnir í Forgotten Lores stíga á svið.

Tónlist

Eldur í trommum

Eldur kom upp í trommusetti rokksveitarinnar Guns N"Roses á tónleikum í Los Angeles í síðustu viku. Eldurinn kviknaði í laginu November Rain. Talið er að neisti hafi komist í settið en auðveldlega tókst að slökkva eldinn og engum varð meint af.

Tónlist