Someone to Drive You Home - þrjár stjörnur 10. mars 2007 14:30 Frumraun Long Blondes er fyrir þá sem eru hrifnir af stuðandi ruslrokki sem svipar til Franz Ferdinand. Aðrir ættu að láta þetta framhjá sér fara. Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði. Sveitin er mönnuð þremur stúlkum og tveimur strákum og leikur breskt ruslrokk með klingjandi gíturum beint eftir formúlunni. Einföld gítarstef ofan á stuðandi takta sem detta annað slagið inn í diskóbítið. Þannig hljómar Long Blondes oft eins og liðsmenn Franz Ferdinand séu að leika undir hjá Deboruh Harry, söngkonu Blondie. Sem yrði eflaust ekkert svo slæmt, en ég er einhvern veginn alltaf að bíða eftir því að heyra í breskri sveit sem minnir mig ekki á einhverja aðra nýlega breska sveit. Það er ekkert svo langt síðan það þótti dauðadómur að minna á einhverja aðra sveit, en í dag virðist það vera skilyrði til þess að fá plötusamning. Sum lögin eru skemmtilega sæt, eins og Once and Never Again. Skemmtilegur blær frá sjötta áratugnum svífur yfir laginu, sem svo er kristallað með texta sem virkar eins og mótsvar 21. aldarinnar við öllum klisjulegu táningsástartextunum frá gömlum sveitum á borð við Shangri-La"s, The Ronettes eða The Crystals. Boðskapurinn er að það sé engin ástæða að flýta sér að komast á fast því það sé betra að lifa og leika sér fram á tvítugsaldurinn. Ekki hefði amma mín samþykkt þessi rök. Þessi frumraun Long Blondes er nokkuð fín en líður töluvert fyrir skort á frumleika í útsetningum. Það er ekkert við sjálfa tónlistina sem er mjög eftirminnilegt og í mínum huga fellur hún algjörlega í fjöldann og verður eflaust dottin úr minni mínu eftir helgina. Hér er þó nóg af neista til þess að geta leyft sér að vona að næsta plata sveitarinnar verði betri. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði. Sveitin er mönnuð þremur stúlkum og tveimur strákum og leikur breskt ruslrokk með klingjandi gíturum beint eftir formúlunni. Einföld gítarstef ofan á stuðandi takta sem detta annað slagið inn í diskóbítið. Þannig hljómar Long Blondes oft eins og liðsmenn Franz Ferdinand séu að leika undir hjá Deboruh Harry, söngkonu Blondie. Sem yrði eflaust ekkert svo slæmt, en ég er einhvern veginn alltaf að bíða eftir því að heyra í breskri sveit sem minnir mig ekki á einhverja aðra nýlega breska sveit. Það er ekkert svo langt síðan það þótti dauðadómur að minna á einhverja aðra sveit, en í dag virðist það vera skilyrði til þess að fá plötusamning. Sum lögin eru skemmtilega sæt, eins og Once and Never Again. Skemmtilegur blær frá sjötta áratugnum svífur yfir laginu, sem svo er kristallað með texta sem virkar eins og mótsvar 21. aldarinnar við öllum klisjulegu táningsástartextunum frá gömlum sveitum á borð við Shangri-La"s, The Ronettes eða The Crystals. Boðskapurinn er að það sé engin ástæða að flýta sér að komast á fast því það sé betra að lifa og leika sér fram á tvítugsaldurinn. Ekki hefði amma mín samþykkt þessi rök. Þessi frumraun Long Blondes er nokkuð fín en líður töluvert fyrir skort á frumleika í útsetningum. Það er ekkert við sjálfa tónlistina sem er mjög eftirminnilegt og í mínum huga fellur hún algjörlega í fjöldann og verður eflaust dottin úr minni mínu eftir helgina. Hér er þó nóg af neista til þess að geta leyft sér að vona að næsta plata sveitarinnar verði betri. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira