Ekki bara Öxar við ána 3. mars 2007 08:00 Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórnaði hann henni óslitið fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við sprotanum. Össur segir heilmargt hafa þegar verið gert í tilefni afmælisársins, til dæmis verði brátt gefinn út diskur með sveitinni en tónleikarnir á morgun eru ákveðinn hápunktur afmælisins. Í tilefni þeirra voru pöntuð þrjú ný verk fyrir sveitina en tónskáldin eru öll ungir Kópavogsbúar. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Þóra Marteinsdóttir eru bæði útlærð í tónsmíðum og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi þótt þau hafi ekki skrifað áður fyrir lúðrasveitir en yngsta tónskáldið, Finnur Karlsson, er aðeins 18 ára og félagi í hljómsveitinni. Aukinheldur munu yngstu meðlimir sveitarinnar leika útsetningu á lagi eftir Írisi Andrésdóttur, annan félaga, en lagið samdi hún fyrir tónsmíðakeppni sveitarinnar þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Markmiðið var að fá öðruvísi tónlist en við spilum alla jafna en það er alls ekki á hverjum degi sem lúðrasveitir láta semja fyrir sig nýja tónlist," útskýrir Össur og bætir við að efnisskráin á morgun sé gamalt og nýtt í bland því dægurflugur og kunnuglegir standardar séu líka á listanum. Skólahljómsveit Kópavogs er fullgildur tónlistarskóli þar sem pláss er fyrir 140 nemendur en auk þess fær hljómsveitin sjálf liðsauka frá fleiri tónlistarskólum á svæðinu. Sveitin er þrískipt eftir aldri en yngstu hljóðfæraleikararnir er aðeins níu ára gamlir. „Markmið okkar til framtíðar er að hljómsveitin fái að þróast og að hún starfi í takt við tímann," segir Össur og nefnir í því tilliti að skoðað verði að taka fleiri hljóðfæri með í sveitina og leitast við að spila tónlist sem krakkarnir hafa gaman af. „Við getum ekki endalaust spilað Öxar við ána," segir hann sposkur, „við verðum að færa okkur nær því sem þeim þykir gaman að vinna með en jafnframt að missa ekki sjónar af því markmiði að kynna þeim gamla klassíska tónlist líka." Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Skólahljómsveit Kópavogs er ein elsta og virtasta skólalúðrasveit landsins og fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á morgun verða haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem félagar hennar fagna þessum tímamótum með óvenjulegri efnisskrá. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guðjónsson trompetleikari og stjórnaði hann henni óslitið fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við sprotanum. Össur segir heilmargt hafa þegar verið gert í tilefni afmælisársins, til dæmis verði brátt gefinn út diskur með sveitinni en tónleikarnir á morgun eru ákveðinn hápunktur afmælisins. Í tilefni þeirra voru pöntuð þrjú ný verk fyrir sveitina en tónskáldin eru öll ungir Kópavogsbúar. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Þóra Marteinsdóttir eru bæði útlærð í tónsmíðum og hafa getið sér gott orð á þeim vettvangi þótt þau hafi ekki skrifað áður fyrir lúðrasveitir en yngsta tónskáldið, Finnur Karlsson, er aðeins 18 ára og félagi í hljómsveitinni. Aukinheldur munu yngstu meðlimir sveitarinnar leika útsetningu á lagi eftir Írisi Andrésdóttur, annan félaga, en lagið samdi hún fyrir tónsmíðakeppni sveitarinnar þegar hún var aðeins níu ára gömul. „Markmiðið var að fá öðruvísi tónlist en við spilum alla jafna en það er alls ekki á hverjum degi sem lúðrasveitir láta semja fyrir sig nýja tónlist," útskýrir Össur og bætir við að efnisskráin á morgun sé gamalt og nýtt í bland því dægurflugur og kunnuglegir standardar séu líka á listanum. Skólahljómsveit Kópavogs er fullgildur tónlistarskóli þar sem pláss er fyrir 140 nemendur en auk þess fær hljómsveitin sjálf liðsauka frá fleiri tónlistarskólum á svæðinu. Sveitin er þrískipt eftir aldri en yngstu hljóðfæraleikararnir er aðeins níu ára gamlir. „Markmið okkar til framtíðar er að hljómsveitin fái að þróast og að hún starfi í takt við tímann," segir Össur og nefnir í því tilliti að skoðað verði að taka fleiri hljóðfæri með í sveitina og leitast við að spila tónlist sem krakkarnir hafa gaman af. „Við getum ekki endalaust spilað Öxar við ána," segir hann sposkur, „við verðum að færa okkur nær því sem þeim þykir gaman að vinna með en jafnframt að missa ekki sjónar af því markmiði að kynna þeim gamla klassíska tónlist líka."
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira