Skoðun

Fréttamynd

Börnin okkar eiga betra skilið en ó­kunnugar af­leysingar

Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir

Mannekluvandi leikskóla Reykjavíkurborgar hefur nú verið viðvarandi í fjölda ára. Viðbrögð borgarinnar við vandanum eru afskaplega aum en innan borgarinnar er starfandi svokölluð afleysingastofa með starfsfólk sem stekkur inn í þau störf sem þarf að leysa.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Að nýta at­vinnu­stefnu til að móta hag­vöxt

Evrópa stendur á tímamótum í efnahagsmálum. Sú skipan sem mótaði fjóra áratugi alþjóðaviðskipta og fjárfestinga eftir lok kalda stríðsins er að riðlast. Bandaríkin, sem áður voru helsti málsvari svokallaðra frjálsra markaða, hörfa nú inn í verndarhyggju, beita tollum sem pólitísku vopni og krefjast þess að bandamenn velji sér lið.

Skoðun
Fréttamynd

Villi er allt sem þarf

Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Lesblinda til rann­sóknar

Þar sem áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir kemur í ljós að um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum einstaklingum upplifir námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum.

Skoðun
Fréttamynd

Styttum nám lækna

Nú ríða um sveitir pólitískir knapar sem vilja bjóða sig fram til að leiða borgar- og sveitastjórnir í landinu. Eitt af því sem nokkrir þeirra leggja til er að stytta nám heimilislækna til að fjölga þeim hraðar og banna þeim með lögum að starfa annars staðar en á heilsugæslustöðvum sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskan í andar­slitrunum

Rasmus Rask hafði rétt fyrir sér: Íslenskan er að deyja út. Að minnsta kosti er íslenskt nútímamál víðs fjarri því sem Snorri Sturluson eða hinir óþekktu höfundar Íslendingasagnanna töluðu fyrir 800 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf vegna lang­varandi ein­angrunar

Ég leyfi mér hér með að beina opnu bréfi til Fangelsismálastofnunar vegna langvarandi einangrunar Anítu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir mikla og ítrekaða gagnrýni, meðal annars frá Amnesty International, situr Aníta enn í einangrun. Upphaflega stóð til að henni yrði sleppt úr einangrun 22. desember, en sú ákvörðun var framlengd um fjórar vikur. Við það mun hún hafa setið í einangrun í samtals um 144 daga. Á sama tíma liggur fyrir að hún hefur ekki verið dæmd í máli sínu og að aðalmeðferð er ekki áætluð fyrr en í febrúar.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segin­fræðsla er for­varnarað­gerð

Forvarnir eru mikilvægar, um þetta erum við flest sammála. Sameiginlegum fjármunum okkar er varið í að efla þær og sérstaklega þá þætti sem vitað er að hafa jákvæð áhrif á líf og lýðheilsu barna og ungmenna.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­skyldur í fyrsta sæti í Kópa­vogi

Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun.

Skoðun
Fréttamynd

Birta í borgar­stjórn – fyrir barna­fjöl­skyldur og út­hverfin

Í vor eru mikilvægar kosningar um framtíð Reykjavíkurborgar og þann 24. janúar fer fram prófkjör hjá Samfylkingunni. Ég heiti Bjarnveig Birta og býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég er 33 ára rekstrarstjóri, þriggja barna móðir úr Grafarvogi og sigraði í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks sem fram fór í vetur.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lags­mál og fram­tíð ís­lenskrar ferða­þjónustu

Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna

Vara kemur til landsins í margvíslegum tilgangi, sem nauðsyn, munaður og allt þar á milli. Flest okkar þekkja í eigin lífi raftæki sem ekki er hægt að laga, föt sem endast skemur en áður og léleg húsgögn.

Skoðun
Fréttamynd

Stórútgerðin og MSC vottunin: Rang­túlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks

Nú þegar strandveiðisjómenn eru orðnir langeygir eftir fréttum af fyrirkomulagi næstu vertíðar fer að heyrast kunnuglegt stef. Það byrjar sem kjaftasaga hvísluð á göngum ráðuneyta en endar yfirleitt sem fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV og hljómar þannig: „Smábátaveiðar eru stórhættulegar, ef trillukarlar fá stærri sneið af kökunni missum við MSC vottun og þar með aðgang að mikilvægum mörkuðum.“

Skoðun
Fréttamynd

Er netsala á­fengis lög­leg?

Nú kringum áramótin hafa birst fréttir um að þingmönnum og ráðherrum þyki tími kominn til „að ákveða hvaða fyrirkomulag skuli vera í landinu varðandi áfengissölu,“ eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar orðaði það. „Óvissa ríki bæði hjá rekstraraðilum netverslana áfengis sem og þeim sem sinni eftirliti með þeim.“

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður er ekki bið­stofa

Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað.

Skoðun
Fréttamynd

Fáar vís­bendingar um miklar breytingar í Venesúela

Brotthvarf Nikolas Madúró forseta Venesúela er ótvírætt högg fyrir stjórn sósíalista í landinu. Það raskar starfi þeirra og skapar tækifæri til breytinga, en um leið er ólíklegt að handtaka hans ein og sér skili langlífum breytingum á stjórnarfari landsins. Skipulagslegt viðnámsþol, samheldni valdastéttarinnar, stofnanaleg dýpt og ytri pólitísk áhrif takmarka áhrifin af brotthvarfi forsetans.

Skoðun
Fréttamynd

Fé­lags­legur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauð­syn

Síðan ég hóf störf með fólki í afplánun og eftir afplánun hef ég heyrt ótal sögur um djúpstæð og langvarandi áföll, brotin kerfi, vonleysi og vanlíðan. Flestar þessara sagna byrja löngu áður en afplánun hefst. Á æskuárum mótaði vanræksla, ofbeldi eða fátækt líf þeirra, í skólum setti einelti mark sitt á viðkomandi og jafnvel fjölskyldur sem gerðu allt sem þær gátu urðu fyrir kerfislægum mistökum sem leiddu til skorts á nauðsynlegri aðstoð og stuðningi.

Skoðun