Skoðun

Hæg er leið til Helvítis, hallar undan fæti

Birgir Dýrfjörð skrifar

Fyrir margt löngu var mikið rætt á Íslandi um um áfengt öl (bjór). Ég sat þá á Alþingi og talað gegn áfengu öli. Helstu rök mín voru reynsla annarra þjóða. Ég birti hér þau rök. Þau voru staðfest af Áfengisráði.

Skoðun

Barátta kvenna

Hólmfríður Árnadótti skrifar

Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr.

Skoðun

„Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“

Steinar Ingi Kolbeins skrifar

Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar.

Skoðun

Viltu lægri vexti?

Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar

Ekki er ýkja langt síðan Ísland var eitt fátækasta land Evrópu. Nú búa Íslendingar hins vegar við einhver bestu lífskjör sem þekkst hafa í sögu mannkyns og mælast meðallaun hér nú þau hæstu í heimi. Þó velmegun hér sé ein sú mesta sem þekkist á heimsvísu hefur verðbólgan reynst okkur erfiður ljár í þúfu. Afleiðingin hefur verið hátt vaxtastig sem sligar skuldsett heimili og hamlar fjárfestingu.

Skoðun

Ferðaþjónustan: Sjálfbærni og þolmörk

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Samkvæmt stefnumiðum stjórnvalda og helstu hagaðila á ferðaþjónustan að þróast í samræmi við helstu einkenni sjálfbærni. Í þróunina fléttast full orkuskipti fyrir 2040, markmið um matvælaöryggi, sjálfbæra matvælaframleiðslu, orkuöryggi og sjálfbæra raforkuframleiðslu.

Skoðun

Jöfn - Tæknilega séð

Ragnhildur Geirsdóttir skrifar

Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni.

Skoðun

Það er ekkert gefið í þessum heimi

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Í dag heiðrum við minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og annarra baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, á sjálfan kvennréttindadaginn 19. júní. Þennan dag árið 1915, fengu konur á Íslandi í fyrsta sinn kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Æ síðan hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum og jafnrétti haldið daginn hátíðlegan og hefur Reykjavíkurborg heiðrað Bríeti og stöllur hennar sérstaklega með því að leggja blómsveig á leiði hennar frá árinu 2011.

Skoðun

Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi

Sandra B. Franks skrifar

Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi.

Skoðun

Markaður mann­aflsins

Erna Mist skrifar

Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér.

Skoðun

21. aldar guðleysi og baráttan við kreddurnar

Kristinn Theódórsson skrifar

Það er áhugavert að velta fyrir sér sálfræðinni á bakvið trúarbragðarökræðurnar og þrasið sem nokkur hópur fólks, ég þar meðtalinn, stóð í um árabil eftir aldamót.

Skoðun

97.000.000.000.000 gíga­bæt

Ríkarður Ríkarðsson og Tinna Traustadóttir skrifa

Rúmlega fimm milljarðar manna eru virkir á netinu. Á hverjum degi bætist við gagnamagnið sem þarf að geyma og vinna úr fyrir framtíðina - hundruð milljóna tölvupósta, stöðuuppfærslna, tísta, mynda, myndbanda, skjala og skráa en einnig líkana fyrir veðurspár, heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, framleiðslukerfi, samgöngukerfi, samskiptakerfi og fleira sem nútímasamfélag okkar byggir á.

Skoðun

Gagna­hlað­borð Reykja­víkur er komið í loftið

Alexandra Briem skrifar

Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu.

Skoðun

Það er komið síma­bann

Sigurður Sigurðsson og Eyrún Eva Haraldsdóttir skrifa

Á síðustu árum hefur reglulega sprottið upp umræða um snjallsímabönn í skólum. Skólar segjast vera komnir með snjallsímabann, bannið gangi einstaklega vel og að allir séu svoleiðis himinlifandi með framtakið. Það sem ratar hins vegar ekki í fréttirnar er að margir skólar gefast upp á slíkum bönnum, jafnvel sömu skólar og lofaðir hafa verið í fjölmiðlum fyrir að taka skrefið.

Skoðun

Ólga meðal dagforeldra

Halldóra Björk Þórarinsdóttir og Guðný Ólafsdóttir skrifa

Eftir að hafa hlustað á viðtal við Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis Fimmtudag 15.júní erum við starfandi dagforeldrar frekar uggandi

Skoðun

Enn ein á­ætlunin í skúffuna

Grímur Atlason skrifar

Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða.

Skoðun

Verndum vatnið okkar

Sigrún Tómasdóttir og Olgeir Örlygsson skrifa

Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu.

Skoðun

Þetta er lög­reglu­mál

Rakel Hinriksdóttir skrifar

„Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði.

Skoðun

Hvert er verð­bólgan að fara?

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Stóra efnahagsmálið þessa dagana er verðbólgan. Ársverðbólgan í maí var 9,5% sem þýðir að eitthvað sem þú keyptir í maí í fyrra á 100 kr. kostar í dag 109.5 kr. Þetta virðist vera mjög einfalt en þegar nánar er skoðað er hægt að fara ansi langt ofan í kanínuholuna í þessum verðbólgufræðum.

Skoðun

Frelsið kemur að utan

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð.

Skoðun

Af hvölum og kvölum

Steingrímur Benediktsson skrifar

Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum.

Skoðun

Er ramma­á­ætlun hin nýja Grá­gás náttúrunnar?

Gerður Stefánsdóttir skrifar

Dagurinn 14. júní verður lengi í minnum hafður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dagurinn þegar meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar. Var náttúra og landslag þar að engu höfð.

Skoðun

Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri

Ólafur Stephensen skrifar

Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni.

Skoðun

Maður og bolti

Ólafur Arnar Jónsson skrifar

Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar.

Skoðun