Makamál

Níu hugmyndir að rómantískum stefnumótum heima

Að gera sér dagamun er eitthvað sem við flest þráum þessa dagana, sérstaklega núna í skammdeginu. Ef einhvern tíma er þörf á því að hugsa út fyrir boxið varðandi afþreyingu og stefnumót, þá er það einmitt núna.

Makamál

Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd

„Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál.

Makamál

Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til

Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn!

Makamál

Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál?

Makamál gerðu á dögunum könnun og spurðu lesendur Vísis um persónulega reynslu þeirra af kynlífsfíkn. Alls tóku rúmlega þúsund manns þátt í könnuninni.Samkvæmt niðurstöðunum sögðu rúmlega helmingur hafa persónulega reynslu af kynlífsfíkn eða alls 51%.

Makamál

Samþykki er grundvallaratriði

„Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi.

Makamál

Myndir af konum sem ekki eru grannvaxnar sleppi síður í gegn á Facebook

„Ég hef ekki lent í því áður að Facebook síðunni sé lokað svona alveg eins núna. Hins vegar hef ég oft lent í því að einstaka vörur eða myndir séu bannaðar og komist ekki framhjá róbótinum sem metur það hvort auglýsingar geti sært blygðunarkennd fólks.“ Þetta segir Arna Sigrún Haraldsdóttir í samtali við Vísi.

Makamál

Einhleypan: Fljúgandi pizzubakari sem er lélegur á Tinder

„Ég er titlaður framkvæmdarstjóri en ég kalla mig alltaf bara pizzubakara,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Íslensku Flatbökunnar og Einhleypa vikunnar.Valgeir á og rekur fyrirtækin Íslensku Flatbökuna og Indican. Aðspurður segir hann Covid ástandið ekki hafa haft mikil áhrif á stefnumótalíf sitt.

Makamál

Sexsomnia: Svefnröskunin sem fæstir vilja tala um

„Fólk vill ekki segja frá þessu og því er mjög mikilvægt að opna umræðuna að mínu mati. Einstaklingar líða oft miklar sálarkvalir og halda jafnvel að það sé eitthvað mikið að þar sem maki eða bólfélagi upplifir eins og manneskjan sé vakandi þegar hún er í þessu ástandi.“ Þetta segir Erla Björnsdóttir um svefnröskunina Sexsomnia í viðtali við Makamál.

Makamál

Tvö þúsund vildu verða kynlífstækjaprófarar

„Við birtum auglýsingu inná Alfreð þar sem við óskuðum eftir fólki til að prófa fyrir okkur kynlífstæki og á innan við sólarhring frá því hún var birt voru komnar ríflega 500 umsóknir,“ segir Saga Lluviu Sigurðardóttir, annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is

Makamál