Að fagna ástinni er þó eitthvað sem við ættum aldrei að láta sitja á hakanum, hvaða tilefni eða dag við notum til þess. Ástin er okkur flestum það dýrmætasta sem við upplifum og á sama tíma eigum við það til að taka henni sem alltof sjálfsagðri sem og fólkinu sem við elskum.
Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis um hefð þeirra varðandi sambands- eða brúðkaupsafmæli sín og tóku rúmlega þúsund manns þátt í könnuninni.
Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin?
*Niðurstöður:
Já, á hverju ári - 47%
Já, en ekki í hvert skipti - 12%
Já, en bara á stórafmælum - 3%
Já, en alltof sjaldan - 9%
Nei, næstum aldrei 29%
Þó svo að meirhluti segist fagna þessum degi í sambandi sínu má einnig sjá að um 40% lesenda segjast fagna of sjaldan eða jafnvel aldrei.
Gæti mögulega verið að við látum önnur tilefni fá meiri forgang þegar kemur að því að fagna eða gera sér dagamun? Vinnustaðapartýin, barnasturturnar (babyshower), matarboðin eða innflutningspartýin.
Þar sem fæstir af þessum viðburðum eru möguleiki nú vegna aðstæðna í heiminum þá skora Makamál á lesendur Vísis að halda upp á ástina og sambandið á aðventunni. Finnið ykkur kvöld eða dag þar sem þið farið á stefnumót og haldið upp á þessa daga, jafnvel bara alla í einu.
Möguleikarnir fyrir hefðbundnum stefnumótum eru kannski ekki þeir sömu og áður en þá er um að gera að plana eitthvað skemmtilegt heima fyrir.
Makamál tóku saman hugmyndir að skemmtilegum heima stefnumótum sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Umsjónamaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.