Lífið

Bana­slys í djamm­ferð á­hafnarinnar breytti öllu

Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun.

Lífið

Oppenheimer raðaði inn BAFTA verð­launum

Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun.

Lífið

Hjarðhegðun Ís­lendinga

Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 

Lífið

Ís­lenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku

Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins.

Lífið

Kannast ekkert við að húsið sé til sölu

Jón Ingi Há­kon­ar­son bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði kannast ekkert við að hús hans á Nönnustíg sé til sölu, þvert á það sem haldið er fram í Smartlandi Morgunblaðsins. „Lýsandi fyrir Moggann, það er hálfur sannleikurinn,“ segir Jón Ingi.

Lífið

Lifði nóttina af í spari­fötum á gúmmí­bát

„Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“

Lífið

Ása Ninna datt um koll í beinni út­sendingu

Bráðfyndið atvik átti sér stað í beinni útsendingu Bakarísins á Bylgjunni í dag þegar Ása Ninna Pétursdóttir, annar þáttastjórnanda, ætlaði að fá sér sæti í stúdíóinu. Það fór ekki betur en svo að hún endaði kylliflöt á gólfinu.

Lífið

Nem­endur byggja og byggja á Sauð­ár­króki

Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú.

Lífið

Hrífandi hönnunarperla við Heið­mörk

Við Urriðaholtsstræti 72 í Garðabæ má finna glæsilegt 180 fermetra raðhús á tveimur hæðum með útsýni að Heiðmörk. Það sem gerir eignina afar áhugaverða er að húsið er svansvottað. Ásett verð er 147,9 milljónir.

Lífið

„Hluti af mér dó með honum“

„Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall.

Lífið

Skrifaði bók fyrir börn sem getin eru með að­stoð tækninnar

„Öll börn eiga rétt á því að vita hvernig þau urðu til og fá tækifæri til að fá upplýsingar um uppruna sinn,“ segir Andrea Björt en hún og eiginkona hennar eignuðust son sinn með aðstoð sæðisgjafa. Andrea rak sig á það á sínum tíma að það var lítið sem ekkert efni til á íslensku sem ætlað var börnum sem getin eru með aðstoð sæðis- eða eggjagjafa.

Lífið

„Fyrsta og besta vikan“

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og sambýlismaður hennar Enok Jónsson eignuðust dreng 8. febrúar síðastliðinn. Birgitta segir liðna viku dásamlega.

Lífið

Stjörnum prýdd frum­sýning Saknaðarilms

Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

Lífið

Skilaði Bítlabassa sem er metinn á tæpa tvo milljarða króna

Paul McCartney hefur endurheimt bassa sem var stolið árið 1972. McCartney keypti bassann í Hamborg í Þýskalandi, þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref, á þrjátíu pund. Talið er að bassinn sé allt að tíu milljóna punda virði í dag, jafnvirði um 1,75 milljarða króna.

Lífið

Margir upp­lifi kvíða áður en þeir fara á eftir­laun

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna.

Lífið