Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2025 21:26 Litla hryllingsbúðin hefur slegið í gegn á Akureyri enda meira og minna uppselt á allar sýningar frá því í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Litla hryllingsbúðin hefur sannarlega slegið í gegn á Akureyri og hefur verið sýnd nánast sleitulaust frá því í haust fyrir fullu húsi. Leikstjóri sýningarinnar talar og syngur fyrir plöntuna í verkinu. Síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum. Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00. Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Söngleikurinn, sem er margverðlaunaður segir frá blómasalnum Baldri og plöntunni ógurlegu og alls konar skemmtilegum leik fléttum í kringum það. Mikið er sungið, lög sem flestir þekkja. „Þetta hefur gengið algjörlega frábærlega. Við erum með frábært fólk á sviðinu hjá fallegasta leikhúsi landsins og skemmtilegustu áhorfendunum. Það er búið að vera hrikalega gaman,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar, syngur fyrir plöntuna svöngu.Vísir/Magnús Hlynur „Það eru stórkostlegir leikarar á öllum vígstöðvum en ég ætla samt að setja fyrirvara á einn leikarann, það er ég sjálfur, ég syng fyrir plöntuna, ég ætla ekki að leggja mat á það,“ bætir hann við hlæjandi. Hvernig er að syngja fyrir plöntu? „Það er náttúrulega auðvitað draumur að rætast.“ En Bergur Þór er þó aðeins leiður því síðasta sýningin verður á morgun, annan í páskum en þá tekur nýtt og spennandi verk við hjá leikfélaginu, sem hann vill ekki upplýsa alveg strax hvaða sýning það verður. Samtalið við áhorfendur sé töfrandi form Birta Sólveig og Kristinn Óli leika Auði og Baldur í sýningunni og leiðist alls ekki að vera nánast allan tímann á sviðinu. Birta Sólveig og Kristinn Óli eru frábær í sínum hlutverkum. „Leikritið hefur heldur betur slegið í gegn og aðsóknin hefur verið mjög góð“, segir Birta Sólveig og bætir við: „Ég myndi segja að það sem sé heillandi við leikhúsið sé leikhópurinn og sviðsmenningin á bak við sýningarnar.“ „Það, sem er best við leikhúsið er bara gamla góða samtalið við áhorfendur, að það sé fólk að horfa á mann í rauntíma, sem getur farið alveg á mögulega versta veg og einhvern veginn þarftu bara að redda því og auðvitað leikhópurinn og allt þetta, þetta er töfrandi form,“ segir Kristinn Óli. Síðasta sýningin verður í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, annan í páskum klukkan 15:00.
Leikhús Menning Akureyri Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira