Lífið

Var til­búinn með tapræðu í matar­boðinu

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Lífið

Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn

Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi.

Lífið

Víkingur Heiðar vann til Gram­my-verð­launa

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.

Lífið

„Þetta er engin þrauta­ganga fyrir mig“

Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

Lífið

„Á svona tíma­punkti vantar mann að geta tengt við ein­hvern“

„Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi.

Lífið

„Mig langaði að segja þessar sögur“

„Það sem stendur svolítið upp úr er að á þessum tíma vissi í raun enginn hvernig ætti að bregðast við í þessum aðstæðum, þegar kom að björgunaraðgerðum og þess háttar,“ segir Daníel Bjarnason leikstjóri heimildarmyndarinnar Fjallið það öskrar sem frumsýnd var á Stöð 2 þann 3.janúar síðastliðinn.

Lífið

„Auð­vitað kom heil­mikið rót á mig eftir þetta“

„Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður.

Lífið

Þurfti að gegna fjöl­mörgum hlut­verkum sam­tímis sem að­standandi

„Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021.

Lífið

Merzedes Club snýr aftur

Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö.

Lífið

„Ó­smekk­legu plastblómin“ ekki frá for­setanum heldur RÚV

Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns.

Lífið

Þungarokkarar komast ekki til Ís­lands

Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.

Lífið

Guð­laugur og Anný Rós keyptu ein­býli í Garða­bæ

Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fasteignasali hjá Eignamiðlun hafa fest kaup á einbýlishúsi við Markarflöt í Garðabæ. Parið opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum um áramótin og virðist lífið leika við þau.

Lífið

Páll Óskar féll í yfir­lið og þríkjálkabrotnaði

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.

Lífið

Syndir á móti straumnum í old school hip­hopi

Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject.

Lífið

Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024

Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman fimm dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2024. Ódýrasta eignin af þeim seldist á 395 milljónir á meðan sú dýrasta seldist á 850 milljónir. 

Lífið