Lífið

Brit­n­ey vill kæra pabba sinn fyrir mis­notkun

Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær.

Lífið

Myrtu alla James Bond

Netverjar nokkrir tóku sig til og bjuggu til dauðasenur fyrir hvern James Bond, það er hverja útgáfu njósnarans sem leikin er af hverjum leikara. Netverjarnir sem um ræðir eru tæknibrellusérfræðingar sem halda úti YouTube-rásinni Corridor Crew.

Lífið

Efna til garðveislu að evrópskri fyrirmynd í Laugardalnum

Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal þann 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi.

Lífið

Druslugangan handan við hornið

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Lífið

Sjokk fyrir alla að bólu­settur hafi smitast

Rekstrarstjóri Bankastræti Club, þar sem upp kom smit hjá starfsmanni sem var á vakt á föstudags- og laugardagskvöld, segir það hafa verið mikið sjokk að bólusettur starfsmaður hafi smitast. Hún telur ekki að smitið muni hafa áhrif á rekstur staðarins en hann verður opinn um næstu helgi.

Lífið

„Mér er sama þó brjóstin nái niður að nafla“

Leikkonan Gillian Anderson hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir að hafa lýst því yfir í beinni útsendingu á Instagram að hún sleppi brjóstahöldurum alfarið þessa dagana. Anderson, sem er 52 ára gömul, er þekktust fyrir leik sinn í The X-files, The Crown og Sex Education.

Lífið

Kyn­líf­stækja­verslun skot­spónn Insta­gram­hakkarans

Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði.

Lífið

Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi.

Lífið

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Lífið

Frosti og Helga eignuðust dreng sem var strax nefndur Máni

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og konan hans Helga Gabríela Sigurðar eignuðust sitt annað barn um helgina. Drengurinn fæddist á tíunda tímanum og var þegar í stað nefndur Máni Frostason í höfuðið á Mána Péturssyni, sem fer með umsjón útvarpsþáttanna Harmageddon á X-inu ásamt Frosta.

Lífið

Kasta þúsundum fiska úr flugvél

Veiðiverðir í Utah í Bandaríkjunum hafa í vikunni kastað gífurlegum fjölda fiska úr flugvél. Flugvélin er með sérstakan tank og er notuð til að flytja fisk í stöðuvötn sem finna má á fjöllum í ríkinu og göngumenn veiða gjarnan í.

Lífið

Guðlaugur Þór á Wembley

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í London. Í kvöld fór hann ásamt Ágústu Johnson, eiginkonu sinni, á úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta milli Ítalíu og Englands.

Lífið