Lífið

Uppáhalds lúkkin okkar úr Emily in Paris

Netflix þættirnir Emily in Paris með Lily Collins hafa vakið mikla athygi og þá sérstaklega þegar kemur að klæðnaði, förðun og hári. Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty tóku saman sín uppáhalds lúkk úr þáttunum. Við gefum þeim orðið. 

Lífið

Létu drauminn rætast og opnuðu sviðs­lista­skóla

Vinirnir Auður Finnbogadóttir, Auður Bergdís Snorradóttir og Guðjón Ragnarsson höfðu lengi átt þann draum að opna leiklistarskóla. Þau voru öll kennarar við söng- og leiklistarskólann Sönglist, en þegar sá skóli hætti starfsemi á síðasta ári ákváðu þau að láta drauminn verða að veruleika og stofnuðu sviðslistaskólann Dýnamík.

Lífið

Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl

Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt.

Lífið

Miklar get­gátur um kynni Óskars­verð­launanna

Miklar getgátur hafa verið um það hver mun verða fyrir valinu sem kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, en það verður í fyrsta skipti síðan 2018 sem athöfnin verður með kynni. Tilnefningar til verðlaunanna verða gefnar út 8. febrúar og athöfnin sjálf fer fram 27. mars.

Lífið

Rósalind rektor öll

Kötturinn Rósalind rektor, sem var þekktur af flestum sem hafa sótt Háskóla Íslands á síðustu árum, er öll. 

Lífið

Heidi Klum og Snoop Dogg gefa út lag saman

Fyrirsætan Heidi Klum og tónlistarmaðurinn Snoop Dogg gáfu út lagið Chai Tea with Heidi fyrr í dag. Heidi segist vera mikill Snoop Dogg aðdáandi og hugsaði með sjálfri sér að ef hún ætlaði á annað borð að gefa út lag ætlaði hún að gefa sig alla í það.

Lífið

Heimavinnublús sem talinn var úr sögunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn af átta sem láta í sér heyra í laginu „Heimavinnublús“ sem sett hefur verið í birtingu á YouTube rúmu ári eftir upptöku. Forsprakki verkefnisins segist aldrei hafa átt von á því að tilefni yrði til að birta lagið.

Lífið

Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum

Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár.

Lífið

Unnur Eggerts afhjúpar kynið

Unnur Eggertsdóttir hefur tilkynnt á Instagram að hún á von á stúlku. Unnur á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Travis. Leik- og söngkonan er einn stofnanda skólans Skýið og er um þessar mundir búsett á milli Reykjavíkur og New York.

Lífið

Hvað er eiginlega þetta Be Real?

Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera.

Lífið

Færa keppnina um viku vegna faraldursins

Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku eftir samráð við sóttvarnayfirvöld. Vonir standa enn til að hægt verði að selja inn á keppnina.

Lífið

Jason Momoa og Lisa Bonet eru að skilja

Jason Momoa og Lisa Bonet hafa sent frá sér tilkynningu um að þau hafi ákveðið að enda hjónaband sitt. Þau hafa verið gift í rúm fjögur ár en samband þeirra hófst árið 2005.

Lífið

Saman síðan á ung­lings­árum: „Ég til­kynnti honum að hann væri númer tvö, því fót­boltinn væri númer eitt“

„Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar.

Lífið

Tveir hönnuðir, ein Billy bókahilla

Architectural Digest fékk til sín á dögunum tvo ólíka hönnuði til þess að endurgera hina frægu Ikea Billy bókahillu á einum degi. Það voru hönnuðirnir Drew Scott frá Lone Fox miðlinum og Leonard Bessemer frá Objects for Objects sem tókust á við þessa áskorun.

Lífið