Lífið

Hjónabandið á slæmum stað

Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 

Lífið

Scooby-Doo per­sóna kemur út úr skápnum

Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu.

Lífið

Kanye West svarar fyrir sig eftir gagnrýni á „White Lives Matter“ boli

Rapparinn Kanye West sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir fyrir að hafa klæðst bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París í vikunni. Þá fullyrti hann að „Black Lives Matter“ hafi verið svik og sagði fólk taka þátt í að „rífa niður svartan mann fyrir að hafa aðra pólitíska skoðun.“

Lífið

Brunaði heim, eyddi öllum tölvuleikjunum og sneri við blaðinu

Kristinn Sigmarsson rekur í dag fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildrænni heilsu. Fyrir tíu árum hafði hann ákveðið að eina leiðin væri að svipta sig lífi. Hann hafi verið heilsulaus tölvuleikjafíkill sem flúið hafi ábyrgð og verið í vonlausri stöðu, andlega og líkamlega. 

Lífið

Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið

Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum.

Lífið

Rjúfa þögnina og greina frá at­burða­rásinni

YouTube hópurinn, „The Try Guys“ sendu frá sér tilkynningu um skandalinn sem átti sér stað innan hópsins. Einn meðlimur hópsins hélt fram hjá eiginkonu sinni með starfsmanni sínum. Hópurinn hefur lítið tjáð sig síðan framhjáhaldið kom í ljós en hefur nú birt myndband til aðdáenda sinna.

Lífið

Sælureitur fjölskyldunnar tilbúinn

Í síðustu þáttaröð Gulli byggir var fylgst með því þegar Vigdís Jóhannsdóttir og Birgir Örn Tryggvason tóku húsið sitt við Skógargerði í Reykjavík í gegn.

Lífið

Skráðu sig í maraþon í tilvistarkreppu

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir og unnusti hennar Hannes Halldórsson fengu tilvistarkreppu í kjölfar þrjátíu ára aldursársins og skráðu sig í maraþon í London. Þetta var þeirra fyrsta maraþon og voru þau haltrandi um London að jafna sig eftir átökin þegar Vísir náði tali af þeim.

Lífið

Faðir Miley Cyrus hefur fundið ástina á ný

Söngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir Miley Cyrus, er kominn með kærustu. Kærastan er ástralska söngkonan Firerose. Það var í apríl á þessu ári sem fyrrverandi eiginkona hans til tuttugu og átta ára, Tish Cyrus, sótti um skilnað.

Lífið

Beyoncé skín skært fyrir Tiffany & Co

Söngkonan Beyoncé skín skært klædd demöntum frá toppi til táar í nýju myndbandi frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Í því má sjá hana dansa og syngja á fullum skemmtistað af fólki ásamt því að sitja á baki glitrandi hests. 

Lífið

„Goðsagnakennd djammkvöld“

„Mánudagsklúbburinn á Prikinu hefur fengið endurvakningu lífdaga. Goðsagnakennd djammkvöld hér á árum áður,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Mánudagsklúbburinn var gríðarlega vinsæll fyrir um áratugi síðan og er nú leiddur af þremur ungum konum, þeim Valgerði, Heiðbrá og Nadiu, sem sérhæfa sig í skvísutónum og góðri stemningu.

Lífið

Stjörnulífið: Bleika slaufan, RIFF og Gyða Sól

Íslendingar eru búnir að draga fram úlpurnar og fara hvað á hverju að fjárfesta í sköfum fyrir veturinn. Haustlitir einkenna samt tískuna þessa dagana og þykkar kápur, treflar og kaffibollar eru algeng sjón á Instagram. Listamenn landsins eru að dæla út nýju og spennandi efni og haustið fer vel af stað. 

Lífið

Stökkið: „Það sakar aldrei að sækja bara um“

Ásthildur Helga Jónsdóttir stundar bachelor nám í klassískum kontrabassaleik við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Hún kláraði framhaldspróf í kontrabassaleik frá MÍT áður en hún flutti úr landi fyrir rúmu ári síðan. 

Lífið

Sacheen Littlefeather er látin

Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá.

Lífið

Sögð ætla að halda tryggð við Adam Levine

Þrátt fyrir allt virðist skilnaður ekki vera í farvatninu hjá poppstjörnunni Adam Levine. Eiginkona hans, fyrirsætan Behati Prinsloo, er sögð ætla að halda tryggð við Levine en hún gengur með þeirra þriðja barn um þessar mundir.

Lífið

Selja gleraugu Dahmers fyrir morðfjár

Kanadískir safnarar hafa sett gleraugu sem bandaríski fjöldamorðinginn Jeffrey Dahmer var með í fangelsi á sölu. Einn þeirra segir gleraugun og aðra muni fjöldamorðingjans koma frá fyrrverandi heimilishjálp föður Dahmer.

Lífið