Versta sjónvarpsefni ársins hjá sumum en fullt hús hjá öðrum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. janúar 2024 01:42 Jón Gnarr í hlutverki leikskólabarns um fimmtugt. Benedikt Erlingsson bíður eftir því að kennari komi að skeina honum. RÚV Það þarf vart að koma á óvart að skiptar skoðanir eru á Áramótaskaupinu þetta árið eins og hin fyrri. Besta Skaup nokkru sinni eða algjörlega ömurlegt? Það fer eftir því hvern þú spyrð. Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson voru leikstjórar Áramótaskaupsins. Þeir eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir sem voru á dagskrá fyrst á mbl.is og svo á RÚV um árabil. Handritshöfundar voru þau Þorsteinn Guðmundsson, sem gerði garðinn frægan með Fóstbræðrum. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir sem mynduðu gríntvíeykið Þær Tvær og síðust í teyminu er Karen Björg Þorsteinsdóttir, sem er ein af höfundum grínseríunnar Venjulegt fólk ásamt þeim Júlíönu Söru, Völu Kristínu og Fannari. Útvarpsmaðurinn Rikki Gje liggur ekki á skoðunum sínum og segir skaupið líklega versta sjónvarpsefni á árinu. Þó hafi hann sem stuðningsmaður Manchester United séð það svart á árinu. Ég tuða nú oft ekkert sérstaklega nema um fótbolta og sport en þetta PC skaup RÚV er sennilega það það versta sem ég hef séð á árinu þrátt fyrir að hafa séð ansi marga United leiki ofan á það.— Rikki G (@RikkiGje) December 31, 2023 Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hefur ekki náð að mynda sér skoðun á Skaupinu heilt yfir enda ældi dóttir hans á hann þegar Skaupið var hálfnað. Hvað fannst mér um Skaupið? Jú, dóttir mín vaknaði um miðbikið og ældi yfir mig allan, þannig að ég er ekki búinn að klára það, en annars bara flott sko— Stígur Helgason (@Stigurh) December 31, 2023 Haukur Bragason, stundum nenfdur Séntilmennið, er ekki að missa sig. Hann segir Skaupið hafa verið helvíti lélegt. Leikskólaatriðið þar sem fullorðið fólk fékk loks leikskólapláss hafi þó verið fyndnasta atriði sem hann hafi séð í 25 ár. Ég skal bara vera fyrstur til að kalla þetta: Þetta er alveg heeelvíti lélegt skaup eftir margra ára gott run. 😐— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 31, 2023 Hrafn Jónsson pistlahöfundur og klippari kallar eftir endurkomu Fóstbræðra. Þó voru þeir sem söknuðu Hilmis Snæs Guðnasonar úr atriðinu. Þessi leikskólaskets lét mig þyrsta svo djúpt í fóstbræðrareunion.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 31, 2023 Samúel Karl Ólason, blaðamaður á Vísi, hló sig máttlausan af leikskólaatriðinu. Þessi leikskólaskets var það langbesta við þetta #skaupið— Samúel Karl Ólason (@Sameold_) December 31, 2023 Skiptar skoðanir koma Sigurði Mikael Jónssyni, upplýsingafulltrúa og listmálarara af Skaganum, ekki í opna skjöldu. Hann var ánægður með Skaupið og sérstaklega Bjarna Benendiktsson, Ben, sem Ken úr Barbie myndinni. This just in.. það eru skiptar skoðanir á Skaupinu. Haka í gólf. Mér fannst þetta djöfullega gott stuff. Bjarni Ben sem Ken var alveg 10/10 dæmi 😅 #skaupið— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) January 1, 2024 Jón Kári Eldon grafískur hönnuður var ánægður með sinn mann Benedikt Erlingsson sem lék heldur perralegan gamlingja á leikskóla. Benedikt Erlingsson er unplayable þegar hann nennir því— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) December 31, 2023 Gunnar Már Elíasson Vestfirðingur elskaði atriðið þegar fyrrnefndur Benedikt datt af stól. Ok Benedikt Erlings að detta af stól er hápunktur Skaupsins í ár.— Gunnar Már (@gunnare) December 31, 2023 Guðni Halldórsson sem kom að því að klippa Skaupið upplýsir á Twitter að ekki hafi verið nein Fóstbræðrapæling á ferðinni. Sigurjóni Kjartanssyni hafi verið bætt við eftir á. Leikskóla sketsinn var ekki hugsaður sem Fóstbræðraskets..þegar hann búinn í klippi var ákveðið að bæta Sigurjóni við. Og í tökum á sketsinum mundi @Jon_Gnarr að hann var bókaður annar staðar á sama tíma. Hann skaust söng á tónleikum og kom svo og kláraði..#skaup— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 1, 2024 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, gefur Skaupinu sex í einkunn. Hann kunni að meta Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar í gervigreindaratriði Auðuns Blöndal og Steinda Jr. Þetta er 6/10 Skaup. Séð það verra. Séð það betra. En mín kona Sólveig Anna í AI geðveik.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 31, 2023 Hvalveiðiatriðið í upphafi Skaupsins bar af að mati Arnar Úlfars Sævarssonar. Hann gaf Skaupinu fjóra af fimm í einkunn. Upphafsatriðið eitt það allra besta #skaupið— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) December 31, 2023 Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á Morgunblaðinu var ánægður og gaf Skaupinu átta af tíu í einkunn. Lokalagið var í uppáhaldi hjá honum. Skaup af betri gerðinni. Gef því 8 af 10. Geggjað lokalag.🖕— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) December 31, 2023 Ingibjörg Hinriksdóttir, margreyndur stjórnarmaður hjá KSÍ, gaf Skaupinu fullt hús. Frábært skaup. Alveg upp á 10!Brútalt og milt, söngvar skemmtilegir og viðeigandi. Takk #ruv— Ingibjorg Hinriksd (@ingibjhin) December 31, 2023 Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi og íþróttafréttamaður í hjáverkum hjá RÚV er í skýjunum. Einfaldlega besta Skaup frá upphafi. Fyrstu viðbrögð … Besta #skaup frá upphafi.Sum atriði vissulega óþarflega löng en aldrei langdregin #skaupið— Hans Steinar (@hanssteinar) December 31, 2023 Einar Matthías ofurstuðningsmaður Liverpool var ánægður með Skaupið, með þeim betri. Algjörlega frábært skaup, með þeim betri 👏👏👏#skaupið— Einar Matthías (@einarmatt) December 31, 2023 Hörður Snævar Jónsson blaðamaður á 433 gefur Skaupinu nánast fullt hús. 9,5 #Skaupið— Hörður S Jónsson (@hoddi23) December 31, 2023 Guðmundur Egill jarðfræðingur elskaði Ara Eldjárn og eldræðu hans í laxeldisatriðinu. Ari Eldjárn að taka Ed Harris ræðuna úr The Rock var hinn fullkomni skets. #skaupið— Guðmundur Egill (@gudmegill) December 31, 2023 Stefán Máni hafði ekki gaman af ofgnótt íslenskra stjarna í Skaupinu. Virkilega slappt og leiðinlegt fyrir utan leikskólaatriðið títtnefnda. Ok Skaupið var virkilega slappt og leiðinlegt, fyrir utan Fóstbræður. Of langir sketsar og margir bara meh og way too much celeb photobomb kjaftæði.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 1, 2024 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa saknað nokkurra viðburða á árinu í Skaupinu. Það hefði þó verið vel yfir meðallagi. Þótt ég hafi saknað nokkurra viðburða þá var skaupið vel yfir meðallagi. -Sem er mjög mikið afrek því flest eru undir meðallagi.Gleðilegt nýtt ár!— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) December 31, 2023 Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Áramót Fjölmiðlar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson voru leikstjórar Áramótaskaupsins. Þeir eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir sem voru á dagskrá fyrst á mbl.is og svo á RÚV um árabil. Handritshöfundar voru þau Þorsteinn Guðmundsson, sem gerði garðinn frægan með Fóstbræðrum. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir sem mynduðu gríntvíeykið Þær Tvær og síðust í teyminu er Karen Björg Þorsteinsdóttir, sem er ein af höfundum grínseríunnar Venjulegt fólk ásamt þeim Júlíönu Söru, Völu Kristínu og Fannari. Útvarpsmaðurinn Rikki Gje liggur ekki á skoðunum sínum og segir skaupið líklega versta sjónvarpsefni á árinu. Þó hafi hann sem stuðningsmaður Manchester United séð það svart á árinu. Ég tuða nú oft ekkert sérstaklega nema um fótbolta og sport en þetta PC skaup RÚV er sennilega það það versta sem ég hef séð á árinu þrátt fyrir að hafa séð ansi marga United leiki ofan á það.— Rikki G (@RikkiGje) December 31, 2023 Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hefur ekki náð að mynda sér skoðun á Skaupinu heilt yfir enda ældi dóttir hans á hann þegar Skaupið var hálfnað. Hvað fannst mér um Skaupið? Jú, dóttir mín vaknaði um miðbikið og ældi yfir mig allan, þannig að ég er ekki búinn að klára það, en annars bara flott sko— Stígur Helgason (@Stigurh) December 31, 2023 Haukur Bragason, stundum nenfdur Séntilmennið, er ekki að missa sig. Hann segir Skaupið hafa verið helvíti lélegt. Leikskólaatriðið þar sem fullorðið fólk fékk loks leikskólapláss hafi þó verið fyndnasta atriði sem hann hafi séð í 25 ár. Ég skal bara vera fyrstur til að kalla þetta: Þetta er alveg heeelvíti lélegt skaup eftir margra ára gott run. 😐— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 31, 2023 Hrafn Jónsson pistlahöfundur og klippari kallar eftir endurkomu Fóstbræðra. Þó voru þeir sem söknuðu Hilmis Snæs Guðnasonar úr atriðinu. Þessi leikskólaskets lét mig þyrsta svo djúpt í fóstbræðrareunion.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 31, 2023 Samúel Karl Ólason, blaðamaður á Vísi, hló sig máttlausan af leikskólaatriðinu. Þessi leikskólaskets var það langbesta við þetta #skaupið— Samúel Karl Ólason (@Sameold_) December 31, 2023 Skiptar skoðanir koma Sigurði Mikael Jónssyni, upplýsingafulltrúa og listmálarara af Skaganum, ekki í opna skjöldu. Hann var ánægður með Skaupið og sérstaklega Bjarna Benendiktsson, Ben, sem Ken úr Barbie myndinni. This just in.. það eru skiptar skoðanir á Skaupinu. Haka í gólf. Mér fannst þetta djöfullega gott stuff. Bjarni Ben sem Ken var alveg 10/10 dæmi 😅 #skaupið— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) January 1, 2024 Jón Kári Eldon grafískur hönnuður var ánægður með sinn mann Benedikt Erlingsson sem lék heldur perralegan gamlingja á leikskóla. Benedikt Erlingsson er unplayable þegar hann nennir því— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) December 31, 2023 Gunnar Már Elíasson Vestfirðingur elskaði atriðið þegar fyrrnefndur Benedikt datt af stól. Ok Benedikt Erlings að detta af stól er hápunktur Skaupsins í ár.— Gunnar Már (@gunnare) December 31, 2023 Guðni Halldórsson sem kom að því að klippa Skaupið upplýsir á Twitter að ekki hafi verið nein Fóstbræðrapæling á ferðinni. Sigurjóni Kjartanssyni hafi verið bætt við eftir á. Leikskóla sketsinn var ekki hugsaður sem Fóstbræðraskets..þegar hann búinn í klippi var ákveðið að bæta Sigurjóni við. Og í tökum á sketsinum mundi @Jon_Gnarr að hann var bókaður annar staðar á sama tíma. Hann skaust söng á tónleikum og kom svo og kláraði..#skaup— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 1, 2024 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, gefur Skaupinu sex í einkunn. Hann kunni að meta Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar í gervigreindaratriði Auðuns Blöndal og Steinda Jr. Þetta er 6/10 Skaup. Séð það verra. Séð það betra. En mín kona Sólveig Anna í AI geðveik.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 31, 2023 Hvalveiðiatriðið í upphafi Skaupsins bar af að mati Arnar Úlfars Sævarssonar. Hann gaf Skaupinu fjóra af fimm í einkunn. Upphafsatriðið eitt það allra besta #skaupið— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) December 31, 2023 Guðmundur Hilmarsson blaðamaður á Morgunblaðinu var ánægður og gaf Skaupinu átta af tíu í einkunn. Lokalagið var í uppáhaldi hjá honum. Skaup af betri gerðinni. Gef því 8 af 10. Geggjað lokalag.🖕— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) December 31, 2023 Ingibjörg Hinriksdóttir, margreyndur stjórnarmaður hjá KSÍ, gaf Skaupinu fullt hús. Frábært skaup. Alveg upp á 10!Brútalt og milt, söngvar skemmtilegir og viðeigandi. Takk #ruv— Ingibjorg Hinriksd (@ingibjhin) December 31, 2023 Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi og íþróttafréttamaður í hjáverkum hjá RÚV er í skýjunum. Einfaldlega besta Skaup frá upphafi. Fyrstu viðbrögð … Besta #skaup frá upphafi.Sum atriði vissulega óþarflega löng en aldrei langdregin #skaupið— Hans Steinar (@hanssteinar) December 31, 2023 Einar Matthías ofurstuðningsmaður Liverpool var ánægður með Skaupið, með þeim betri. Algjörlega frábært skaup, með þeim betri 👏👏👏#skaupið— Einar Matthías (@einarmatt) December 31, 2023 Hörður Snævar Jónsson blaðamaður á 433 gefur Skaupinu nánast fullt hús. 9,5 #Skaupið— Hörður S Jónsson (@hoddi23) December 31, 2023 Guðmundur Egill jarðfræðingur elskaði Ara Eldjárn og eldræðu hans í laxeldisatriðinu. Ari Eldjárn að taka Ed Harris ræðuna úr The Rock var hinn fullkomni skets. #skaupið— Guðmundur Egill (@gudmegill) December 31, 2023 Stefán Máni hafði ekki gaman af ofgnótt íslenskra stjarna í Skaupinu. Virkilega slappt og leiðinlegt fyrir utan leikskólaatriðið títtnefnda. Ok Skaupið var virkilega slappt og leiðinlegt, fyrir utan Fóstbræður. Of langir sketsar og margir bara meh og way too much celeb photobomb kjaftæði.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 1, 2024 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa saknað nokkurra viðburða á árinu í Skaupinu. Það hefði þó verið vel yfir meðallagi. Þótt ég hafi saknað nokkurra viðburða þá var skaupið vel yfir meðallagi. -Sem er mjög mikið afrek því flest eru undir meðallagi.Gleðilegt nýtt ár!— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) December 31, 2023
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Áramót Fjölmiðlar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira