Lífið

Aron Can og Erna María eiga von á barni

Söngvarinn Aron Can Gultekin á von á barni ásamt kærustu sinni til nokkurra ára, flugfreyjunni Ernu Maríu Björnsdóttur. „Lítill Can,“ skrifaði parið undir fallega mynd af bumbunni.

Lífið

Íris Stefanía jarðaði fylgjuna í upp­á­halds­fjörunni

Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir jarðaði fylgjuna sína í uppáhalds fjörunni sinni. „Ég vildi bara hafa nánasta kjarnann með mér, fólkið sem ég treysti. Ég var að kveðja og vildi fá að gera það án þess að vera meðvituð um fólkið í kringum mig,“ segir hún um athöfnina í samtali við Vísi. 

Lífið

Var ekki góður maki í upphafi sambandsins

Söngvarinn John Legend segist ekki hafa verið góður maki fyrir eiginkonu sína Chrissy Teigen þegar þau voru að byrja saman. „Ég var sjálfselskari þá,“ segir hann í viðtali við Jay Shetty. 

Lífið

Furðufluga vekur athygli í Kringlunni

Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum.

Lífið

Annað land dregur sig úr Euro­vision

Búlgarir hafa tilkynnt Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) að þeir muni ekki taka þátt í Eurovision-keppninni sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí 2023.

Lífið

Upplifði sig týnda og átti fáa vini

„Í grunnskóla var ég algjör mús,“ segir leikkonan, samfélagsmiðlastjarnan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir. Kristín er gestur vikunnar í Einkalífinu á Vísi. Þar ræðir hún meðal annars um skólagöngu sína. „Ég fann mig illa þar,“ segir Kristín.

Lífið

Guð­rún Sørt­veit eignaðist „drauma­dreng“

Guðrún Helga Sørtveit, förðunarfræðingur með meiru eignaðist sitt annað barn með kærasta sínum Steinari Erni Gunnarssyni, þann 12. október síðastliðinn. Guðrún deildi mynd af drengnum sem parið eignaðist á Instagram fyrr í dag og segir hann hafa mætt „með hraði.“

Lífið

Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum

Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. 

Lífið

Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París

Parið Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 

Lífið

Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla

Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka.

Lífið

Hömlu­laus og hamingju­samur í kven­manns­klæðum

„Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. 

Lífið

Blása á sögusagnir barnfóstrunnar

Fyrrum parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis tók höndum saman og gaf út yfirlýsingu þar sem þau segja fyrrum barnfóstru sína til þriggja ára vera að segja ósatt í viðtali við DailyMail. Olivia og Jason byrjuðu saman árið 2011, eiga saman tvö börn og fóru í sitthvora áttina í nóvember 2020.

Lífið

Æsilegir ástarfundir og spælt egg í plastpoka

„Sextán manneskjur hafa náttúrulega sextán skoðanir, ekki alltaf þær sömu,“ segir Berglind Erna Tryggvadóttir í samtali við Vísi. Berglind er ein þeirra sextán kvenna sem gáfu saman út bókina Takk fyrir komuna.

Lífið

Cor­d­en aftur vel­kominn eftir skít og skammir gær­dagsins

Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 

Lífið

Reynir ekki að gera öllum til geðs

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina.

Lífið

Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál

Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 

Lífið