Lífið

„Þetta var hans ein­læga ósk“

„Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október.

Lífið

Festi magnað samstuð við hval á filmu

Maður komst í hann krappan undan ströndum Ástralíu í morgun þegar hann lenti undir hnúfubak. Hinn 55 ára gamli Jason Breen var á svokölluðu vængbretti þegar ungur hnúfubakur stökk upp úr sjónum og beint á hann.

Lífið

Aron og Rita eiga von á barni

Aron Pálmarsson, handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, Rita Stevens, kærasta hans, eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Lífið

„Ég lifi fyrir gamla fólkið“

„Maður heldur oft að gamalt fólk sé bara með endalaust af fordómum en það er ekki þannig,“ segir raunveruleikastjarnan og rapparinn Bassi Maraj. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Lífið

Kysstust fyrst á Kaffi­barnum

Þyri Huld Árnadóttir og Hrafnkell Hjörleifsson kysstust í fyrsta sinn á Kaffibarnum, eins og svo margir aðrir. Þau hafa verið óaðskiljanleg síðan þá og eiga í dag tvo drengi. 

Lífið

Anníe Mist ólétt

CrossFit-kempan Anníe Mist Þórisdóttir er ólétt af öðru barni sínu. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram.

Lífið

Dáist að styrk móður sinnar að hafa ekki farið í fóstureyðingu

„Ég fæ aldrei nóg af Íslandi og hef elskað landið frá því ég kom hingað”, segir Chris Burkard ljósmyndari sem í undanfarin ár hefur deilt ljósmyndum frá Íslandi með milljónum fylgjenda sinna. Móðir hans var aðeins sextán ára þegar hún eignaðist hann en þá var blóðfaðir hans nýlega látinn.

Lífið

„Ég fer afar þakklát inn í óvissuna með dass af kvíða“

Íþróttafrömuðurinn Gerður, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, hefur ákveðið að hætta þjálfun á námskeiðinu, In Shape, í Worlds Class í nóvember. Námskeiðin hafa notið gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár, sérstaklega hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins.

Lífið

Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu

„Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina.

Lífið

Thomas Frank hrifinn af ís­lenskum úti­vistar­fatnaði

Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er augljóslega hrifinn af íslenskri fatahönnun frá 66°Norður. Hann klæddist jakkanum Öxi frá merkinu á hliðarlínunni í gær þar sem hann stýrði knattspyrnuliðinu Brentford gegn Burnley í Lundúnum.

Lífið

Óttar og Anna Rut skilja

Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum.

Lífið