Lífið

Fréttamynd

Geð­brigði er sigur­vegari Músiktilrauna

Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjöl­skylda Bryn­dísar Klöru þakk­lát

Góðgerðarpizza Domino's í ár verður tileinkuð Bryndísi Klöru og mun allur ágóði renna í minningarsjóð í hennar nafni. Faðir hennar segir stuðninginn ómetanlegan fyrir fjölskyldu hennar. Sala pizzunnar hefst á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu

Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma.

Lífið
Fréttamynd

Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans.

Lífið
Fréttamynd

Ása Steinars og Leó greina frá kyninu

Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram í gær að þau ættu von á dreng.

Lífið
Fréttamynd

Helena krýnd Ung­frú Ís­land

Helena Hafþórsdóttir O´Connor var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland. Helena var Ungfrú Viðey og hlaut einnig titilinn Marc Inbane stúlkan og Mac stúlkan. Helena er tuttugu ára gömul og vinnur sem vaktstjóri á Te og kaffi auk þess að stunda sálfræði í háskóla. Helena mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe sem fram fer í Taílandi við lok árs. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­hefð­bundin leið til að halda upp á sex­tugs­af­mælið

„Ég er að verða sextugur og mig langaði að fara aðeins óhefðbundna leið og ekki vera með svona hefðbundið afmælishald og ræður,“ segir Skúli Helgason borgarfulltrúi sem vill engar gjafir en biður fólk um að koma í afmælið sitt og láta gott af sér leiða. Sindri Sindrason hitti Skúla í Íslandi í dag í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir sam­særis­kenningar

Morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 heldur áfram að hræra upp í fólki, hneyksla og æsa til umræðu – meira en hálfri öld síðar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið kafa prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann dýpra ofan í þetta hrollvekjandi sögulega dráp – var það kannski samsæri? Þetta er annar þáttur í þriggja þátta röð Skuggavaldsins um svokallaða Kennedy-bölvun.

Lífið
Fréttamynd

Halla Hrund og Kristján selja í­búðina í Foss­vogi

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Framsóknarflokksins, og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, hafa sett íbúð sína við Snæland í Fossvogi á sölu. Ásett verð er 99,4 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Öskraði úr sárs­auka í næstum klukku­tíma

Ólafur Jóhann Steinsson samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður segir að dagurinn þegar hann fór í hjartaaðgerð í Svíþjóð og dagarnir á eftir hafi verið þeir erfiðustu sem hann hafi lifað. Ólafur Jóhann hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og er nú kominn með glænýja hjartaloku sem heyrist vel í.

Lífið
Fréttamynd

Á­tján ára í bullandi bisness og anna vart eftir­spurn

Félagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann eru einungis átján ára gamlir en eru komnir í bullandi bissness og anna vart eftirspurn. Þeir stofnuðu garðyrkjufyrirtækið Garðfix og verða viðskiptavinum sínum úti um slátturóbota og annast umhirðu þeirra. Þeir stefna á að fjórfalda umsvif sín í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Þor­steinn og Hulda selja í Hlíðunum

Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir.

Lífið